Auglýsing

Um síðustu helgi kom saman kraftmikill hópur félagsmanna úr Golfklúbbi Vestmannaeyja saman til þess að hreinsa til á ákveðnum svæðum á Vestmanneyjavelli.

Náttúruöflin hafa verið í stóru hlutverki í vetur í Vestmannaeyjum – og töluvert magn af grjóti og lausamöl hafði safnast fyrir á 16. braut og víðar.

Fjöldi félagsmanna mætti á vinnudag GV og fengu þeir aðstoð frá þremur vallarstarfsmönnum frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Vallarstarfsmenn GM mættu með tæki til þess að blása helsta grjótmulninginn af brautunum sem liggja næst sjávarkambinum.

Mikið tjón varð á 17. teig Vestmannaeyjavallar í febrúar – en teigurinn hvarf nánast í heilu lagi í stórsjó og fárviðri sem gekk yfir Vestmannaeyjavöll. Uppbygging á teignum er þegar byrjuð og er ljóst að Vestmannaeyjavöllur verður í góðu ástandi þegar Íslandsmótið í golfi fer þar fram dagana 4.-7. ágúst 2022.

Í tilkynningu frá Golfklúbbi Vestmannaeyja er sjálfboðaliðum færðar kærar þakkir fyrir framlag þeirra um liðna helgi – sem og sjálfboðaliðum frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ