/

Deildu:

Auglýsing

Formenn og stjórnarfólk golfklúbba á Austurlandi hittust á Hótel Valaskjálf um liðna helgi.

Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, var á meðal fundargesta en slíkir vorfundir eru árlegir á Austurlandi.

Fundurinn var vel heppnaður þar sem að ýmis mál voru rædd og var góð mæting frá golfklúbbum á svæðinu.

Á fundinum voru viðraðar hugmyndir um aukið samstarf golfklúbba á Austurlandi og hvaða leiðir séu færar til að efla veg golfíþróttarinnar á Austurlandi.

Á Austurlandi búa um 10.300 manns í átta mismunandi sveitarfélögum – og vaxtarmöguleikarnir eru því til staðar á þessu svæði.

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ