Auglýsing

Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram um s.l. helgi í íþróttamiðstöð GKG og mættu 37 félagsmenn á fundinn.

Dagskráin hófst með áhugarverðum fyrirlestri frá Inga Þór Einarssyni um ábyrgð þjálfara gagnvart iðkenda.

Í kjölfarið fór fram aðalfundurinn sjálfur þar sem formaður félagsins, Birgir Leifur Hafþórsson, fór yfir skýrslu stjórnar. Ólafur Björn Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir ársreikning og kynnti fjárhagsáætlun ársins.

Fjórir PGA meðlimir gáfu kost á sér í stjórn félagsins og hlutu þeir Arnar Már Ólafsson, Davíð Gunnlaugsson, Karl Ómar Karlsson og Snorri Páll Ólafsson stjórnarkosningu til tveggja ára. Ástrós Arnarsdóttir, Birgir Vestmar Björnsson, Dagur Ebenezersson og Sigurpáll Geir Sveinsson voru kosin fyrir ári síðan til tveggja ára og mynda þessir átta PGA meðlimir því stjórn félagsins árið 2020.

Birgir Leifur Hafþórsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og Ólafur Björn Loftsson hefur nýverið tekið við starfi afreksstjóra GSÍ og mun hætta sem framkvæmdastjóri til þriggja ára. Stjórn PGA vill þakka þeim fyrir vel unnin störf fyrir félagið á liðnum árum.

Þrenn verðlaun voru veitt fyrir árið 2020.

Kosið var um kennara ársins þar sem félagsmenn tilnefndu PGA kennara og skipuðu eftirfarandi kennarar 7 efstu sætin (í stafrófsröð):

Arnar Már Ólafsson
Davíð Gunnlaugsson
David Barnwell
Heiðar Davíð Bragason
Hlynur Geir Hjartarson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Snorri Páll Ólafsson

Eftir gífurlega spennandi kosningu félagsmanna urðu þeir Arnar Már Ólafsson og Davíð Gunnlaugsson efstir með jafnmörg atkvæði. Úrslitakosning fór þá fram og skiptust atkvæði þannig að Davíð fékk 51% atkvæða og Arnar Már 49%. Davíð Gunnlaugsson er þar af leiðandi kjörinn PGA kennari ársins 2020.

Davíð Gunnlaugsson og Ólafur Björn Loftsson framkvæmdastjóri PGA

PGA kennarar ársins frá upphafi:

2007: Árni Jónsson
2008: Staffan Johannson
2009: Arnar Már Ólafsson
2010: Brynjar Eldon Geirsson
2011: Derrick Moore
2012: Sigurpáll Geir Sveinsson
2013: Magnús Birgisson
2014: Heiðar Davíð Bragason
2015: Derrick Moore
2016: Derrick Moore
2017: Derrick Moore
2018: David George Barnwell
2019: Arnar Már Ólafsson

Matsnefnd félagsins velur PGA kylfing ársins og afhenti Victor Viktorsson titilinn fyrir hönd nefndarinnar til Guðmundar Ágústs Kristjánssonar.

PGA Meistari ársins er Bjarki Pétursson fyrir lægsta skor atvinnukylfings í Íslandsmótinu í höggleik

PGA á Íslandi óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn!

Bjarki Pétursson og Ólafur Björn Loftsson framkvæmdastjóri PGA
Matsnefnd félagsins velur PGA kylfing ársins og afhenti Victor Viktorsson titilinn fyrir hönd nefndarinnar til Guðmundar Ágústs Kristjánssonar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ