Golfsamband Íslands

Veigar, Markús, Perla Sól og Eva keppa á German Boys & Girls

Fjórir íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda á German Boys & Girls áhugamannamótinu sem fram fer á Hardenberg golfsvæðinu í Þýskalandi.

Mótið er á meðal sterkustu áhugamannamótum Evrópu fyrir kylfinga undir 18 ára aldri.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Eva Kristinsdóttir, Veigar Heiðarsson og Markús Marelsson taka þátt á þessu móti.

Alls eru 68 keppendur í stúlknaflokki og er meðalforgjöfin +3.

Smelltu hér fyrir stöðuna í stúlknaflokki:

Í piltaflokki eru 65 keppendur er meðalforgjöfin +2.6.

Smelltu hér fyrir stöðuna í piltaflokki:

Frá vinstri Veigar Heiðarsson Markús Marelsson Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Eva Kristinsdóttir
Exit mobile version