Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir lék á 79 höggum eða +6 á þriðja hringnum á Oates Vic mótinu í Ástralíu.  Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð í Evrópu. Valdís er í 53. sæti þegar þetta er skrifað á +7 samtals fyrir lokahringinn.

Valdís Þóra er úr leik á mótinu en hún hefði þurft að leika á +3 samtals eða betur til að komast inn á fjórða hringinn.

Mótið er mjög sérstakt þar sem keppt er á Evrópumótaröð karla á sama velli á sama tíma. Verðlaunaféð er jafnhátt í karla – og kvennaflokki, og er það einsdæmi í atvinnugolfinu.

Valdís Þóra Jónsdóttir sýndi glæsileg tilþrif á síðustu 12 holunum á öðrum keppnisdegi Oates Vic mótinu í Ástralíu. Íslandsmeistarinn úr Leyni Akranesi lék síðustu 9 holurnar á -3 samtals og lék hringinn á 72 höggum eða -1. Samtals er Valdís Þóra á +1 þegar keppni er hálfnuð og er hún í 30. sæti. Valdís Þóra komst örugglega í gegnum niðurskurðinn.

Valdís hóf leik á 1. teig á Creek vellinum og byrjaði vel með þremur pörum í röð. Á næstu þremur holum tapaði hún fjórum höggum með tveimur skollum (+1) og einum skramba (+2). Hún lagaði stöðu sína með frábærum kafla þar sem hún fékk fimm fugla  (-1) á næstu 12 holum og tapaði ekki höggi. Hún fékk fugl á 7., 9., 11., 17. og 18.

Valdís Þóra lék á 75 höggum eða +2 á fyrsta hringnum á Beach vellinum. Hún fékk skramba á 1. holuna sem var sú 10. hjá Valdísi á hringnum en hún fékk fugl á 4. (13.) og skolla á 6. (15.). Þetta er fyrsta mót ársins hjá Valdísi á LET Evrópumótaröðinni og mótið er það fyrsta á tímabilinu á sterkustu mótaröð Evrópu.

 

Keppt er á tveimur völlum, Beach og Creek, og hefur Valdís leik á Beach vellinum.

Valdís Þóra keppti á þessu móti í fyrra og endaði í 51. sæti en þetta er annað tímabil hennar á sterkustu mótaröð Evrópu.

Hér er skor keppenda uppfært á Oates Vic mótinu. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ