Valdís Þóra Jónsdóttir / mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir komst áfram á lokaúrtökumótið fyrir sterkustu mótaröð Evrópu. Valdís Þóra, sem er úr Leyni á Akranesi, lék lokahringinn á 75 höggum eða +3. Samtals lék hún hringina fjóra á +12 (76-70-79-75) og endaði hún í 10.-11. sæti. Alls komust 30 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem fram fer í Marokkó dagana 17.-21. desember.

Nánari upplýsingar um mótið hér:


[pull_quote_right]Ég á allavega nóg inni[/pull_quote_right]

„Mótið var í heildina ágætt en hefði líka getað verið mun betra, ég á allavega nóg inni. Sveiflan var á ágætum stað nema á þriðja hringnum, en ég þarf að setja fleiri pútt ofaní. Karl Ómar Karlsson kemur hingað út þann 16. og hann mun hjálpa mér með púttin eins og hann hefur verið að gera. Hlynur Geir Hjartarson, sem er þjálfarinn minn, komst ekki út vegna aðgerðar á öxl sem hann fór í nýverið. Hann fær myndbönd af sveiflunni hjá mér og hjálpar mér þannig,“ sagði Valdís Þóra við golf.is í dag. Hún var ánægð með Muhammed aðstoðarmann sinn á mótinu. „Hann er algjör snillingur, og hann kyssti m.a. boltann hjá mér fyrir púttið á 16. flötinni í dag sem var eina púttið sem fór ofaní. Ég verð með heimamann á pokanum hjá mér í Marrakech á lokaúrtökumótinu,“ bætti Valdís við en hún lék á lokaúrtökumótinu í fyrra á keppnisvöllunum tveimur sem verða notaðir á lokaúrtökumótinu núna.


Þetta er í fjórða sinn sem Valdís tekur þátt á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Á fyrsta stiginu í Marokkó voru 57 keppendur en alls var keppt á fjórum mismunandi stöðum á fyrsta stiginu.

Á undanförnum vikum hefur Valdís dvalið í Bandaríkjunum við æfingar.

„Ég var í Orlando í fjórar vikur að undirbúa mig, æfingarnar gengu vel en voru misjafnar eins og gerist og gengur. Sveiflan var ágæt en mér fannst vanta herslumuninn sem kom þegar ég hitti á Hlyn Geir Hjartarson þjálfarann minn s.l. mánudag á Íslandi. Hann lagði jafnvægið og tempóið í þessu hjá mér og það small allt. Púttæfingarnar í Orlando gengu mjög vel.“

Valdís komst inn á lokaúrtökumótið í fyrra en hún hefur leikið á LET Access mótaröðinni undanfarin þrjú tímabil.

[pull_quote_right]Væntingarnar hjá mér er að komast í gegnum þetta allt saman stig af stigi[/pull_quote_right]

„Væntingarnar hjá mér er að komast í gegnum þetta allt saman stig af stigi. Ég ætla einbeita mér að því að halda ró minni, hafa tempóið í lagi og þá get ég spilað gott golf.“

Valdís er með heimamann sem aðstoðarmann í mótinu en hún er ánægð með samstarfið. „Hann heitir Múhammeð og er algjör dúlla. Hann var með mér á æfingahringnum og stóð sig vel. Gerði allt sem ég vil að aðstoðarmenn eiga að gera, toppkall hann Múhammeð.“

 

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ