Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur fengið það staðfest að hún komist inn á fyrsta mót tímabilsins á LET Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram í Ástralíu og hefst það í byrjun febrúar.

Mótaskrá LET Evrópumótaraðarinnar liggur ekki fyrir en Valdís fer á nýliðafund á La Sella á Spáni þann 17. janúar n.k. þar sem að endanleg keppnisdagskrá mun liggja fyrir.

Valdís sagði í gær í samtali við golf.is að hún myndi halda til Ástralíu frá Íslandi þann 3. febrúar og koma til landsins 5. febrúar. Mótið sjálft hefst 8. febrúar. Valdís er þriðja konan frá Íslandi sem nær keppnisrétti á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru hinar tvær. Birgir Leifur Hafþórsson er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð keppnisrétti á sterkustu mótaröð Evrópu.

Valdís Þóra varð önnur á lokaúrtökumótinu í desember s.l. og þar með náði hún að komast næst fremst í röðina í flokki nýliða á LET Evrópumótaröðinni. Til samanburðar þá fékk Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ekki tækifæri á fyrstu mótum LET Evrópmótaraðarinnar fyrr en í maí á síðasta ári.

Valdís Þóra var í gær kjörinn íþróttamaður Akraness í fimmta sinn á ferlinum. Hún varð efst í þessu kjöri fjögur ár í röð á árunum 2007-2010.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ