Golfsamband Íslands

Valdís Þóra endaði í 5.-9. sæti í Tékklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 5.-9. sæti á AXA mótinu sem fram fer í Tékklandi. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.

Valdís Þóra lék hringina þrjá á 73-67-70 eða 6 höggum undir pari. Sigurvegarinn Carmen Alonso frá Spáni sigraði á þessu móti á -11 samtals.

Staðan.

Exit mobile version