Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni setti í dag nýtt vallarmet á Jaðarsvelli þegar hún lék á 66 höggum eða -5 á þriðja keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi á Eimskipsmótaröðinni. Það stefnir í mikið einvígi á lokahringnum á milli Valdísar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR sem er einu höggi á eftir á -6. Valdís fékk fimm fugla í dag og tapaði ekki höggi en Ólafía lék á 69 höggum eða -2. Það er ljóst að nýtt mótsmet verður sett á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki en Signý Arnórsdóttir lék samtals á +1 í fyrra á Garðavelli og bætti þá fyrra mótsmet töluvert.

Screen Shot 2016-07-24 at 9.32.38 AM

„Þetta var stöðugur hringur hjá mér en ég setti ekkert svakalega mörg pútt ofaní. Lélegu höggin sköðuðu mig ekki eins mikið og áður og þetta var bara fínn hringur. Það voru mörg pútt sem ég hefði viljað setja ofaní en ég er sátt við fimm fugla og par á aðrar holur vallarins. Ég fer bara heim núna og þurrka settið og horfi á einhverja bíómynd og mæti síðan hingað aftur á morgun án þess að vera hugsa of mikið um framhaldið. Við erum að leika vel ég og Ólafía og skorið hjá okkur er á pari við það sem er að gerast í karlaflokknum. Við erum loksins að sýna hvað við getum gert, það vantar fleiri stelpur í golfið, og vonandi erum við að sýna að það er hægt að skora vel ef það er lögð mikil vinna í hlutina,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir en hún hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum á ferlinum.

Staða efstu kylfinga fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni 2016:
Jaðarsvöllur par 71:

1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (71-69-66) 206 högg -7
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (70-68-69) 207 högg -6
3. Signý Arnórsdóttir, GK (77-68-71) 216 högg +3
4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (72-72-73) 217 högg +4
5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (75 -75-73) 223 högg +10
6. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-76-73) 226 högg +13
7. Berglind Björnsdóttir, GR (75-75-77) 227 högg +14
8. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (74-79-76) 229 högg +16

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær hér á teig á 15. braut Jaðarsvallar í dag. Mynd/seth@golf.is
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær hér á teig á 15 braut Jaðarsvallar í dag Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ