Site icon Golfsamband Íslands

Valdís keppir í Svíþjóð – golfútbúnaðurinn skilaði sér að lokum

Valdís Þóra Jónsdóttir / mynd/seth@golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefur leik þann 17. júní á LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Mótið fer fram í Borås í Svíþjóð. Þetta er þriðja mót ársins hjá Valdísi en hún náði sínum besta árangri á þessar mótaröð á fyrsta mótinu sem fram fór um miðjan maí.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Valdísi Þóru með því að smella hér:

Byrjunin á keppnisferðalagi Valdísar var ekki eins og hún hafði hugsað sér. Golfútbúnaður hennar skilaði sér ekki þegar hún kom til Svíþjóðar. Fyrr í dag kom golfsettið í leitirnar og Valdís Þóra getur því keppt með sínum eigin kylfum en hún hafði gert ráðstafanir að leika með lánskylfum á þessu móti. 

 

Exit mobile version