Gísli Sveinbergsson, GK, slær hér af teig á 16. braut á Hlíðavelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Íslenskur kylfingarnir fimm sem tóku þátt á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer í Wales eru allir úr leik. Á fyrstu tveimur keppnisdögunum var leikinn höggleikur og komust 64 efstu áfram í holukeppnina sem nú tekur við. Keppendur voru rétt rúmlega 280 og var leikið á Pyle & Kenfig og Royal Porthcawl í Wales.

Staðan:

Gísli Sveinbergsson (GK) var einu höggi frá því að komast í hóp 64 efstu en hann lék á +5 samtals (75-73).

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék á 70 höggum á fyrsta keppnisdeginum á Pyle vellinum en par vallar er 71. Guðmundur lék illa á öðrum keppnisdeginum eða 82 höggum og endaði á +10 samtals.

Andri Þór Björnsson (GR) lék á +11 (76-77), Haraldur Franklín Magnús (GR) á +19 (80-81) og Rúnar Arnórsson (GK) var á +20 (78-84).

Í fyrra komust Guðmundur, Gísli og Haraldur Franklín í 32 manna úrslit á þessu móti.

Mótið á sér langa sögu og er keppt í 121. skipti að þessu sinn. Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna komast inn á þetta mót, Sigurvegarinn fær keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu á Troon i ár, og á tveimur risamótum á næsta ári, Mastersmótinu og Opna bandaríska meistaramótinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ