Valdís Þóra Jónsdóttir.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 8.-9. sæti á lokamótinu á LETAS atvinnumótaröðinni sem lauk í dag á Englandi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 10.-14. sæti. Valdís lék samtals á einu höggi undir pari (72-72-71) en Ólafía lék á +1 samtals (68-74-75). Sigurvegarinn Natalie Escuriola frá Spáni var á -8 samtals en þetta var lokamótið á LETAS mótaröðinni á þessu tímabili og nú tekur við úrtökumótið fyrir sjálfa LET Evrópumótaröðina.

Lokastaðan

Ólafía er örugg um að komast beint inn á lokaúrtökumótið en hún er í 14. sæti á stigalistanum. Valdís Þóra er í 23. sæti en það eru allar líkur á því að hún komist beint inn á lokúrtökumótið þrátt fyrir að 20 efstu af LETAS mótaröðinni fari þar beint inn. Fjórir keppendur á topp 20 listanum eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti á lokaúrtökumótinu og þar með losnar pláss fyrir fjóra til viðbótar og færast mörkin niður í 24. sæti og Valdís ætti því að komast beint inn.

Þetta er fyrsta tímabilið hjá Ólafíu á LETAS atvinnumótaröðinni, sem er sú næst sterkasta í Evrópu, á eftir sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna. Ólafía hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi, 2011 og 2014. Valdís Þóra hefur líkt og Ólafía sigrað tvívegis á Íslandsmótinu í golfi, 2009 og 2012. Hún er á öðru tímabili sínu á LETAS mótaröðinni en fyrir ári síðan endaði hún í 38. sæti á stigalistanum.

Alls eru tvö stig á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í lok ársins. Ein íslensk kona hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni en það gerði Ólöf María Jónsdóttir úr Keili en það gerði hún árið 2004.


Skorkortið hjá Valdísi: 

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL: 


Skorkortið hjá Ólafíu: 

Ólafía Þórunn Kriistinsdóttir, GR:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ