Auglýsing

Nýverið kom út handbók frá STERF þar sem að fjallað er krefjandi kaflaskipti vetrar og sumars.

Bæklingurinn er hluti af stærri ritröð um kalvarnir á golfvöllum, sem nálgast má á vef sterf.org og íslenskri undirsíðu þar.

Ritin í upphaflega safninu eru ellefu og hafa níu þeirra nú verið þýdd á íslensku.

Þýðing er unnin af Edwin Roald, í samstarfi við SÍGÍ og GSÍ – golf.is.

Á vorin vill tilhlökkun oft víkja fyrir vonbrigðum, bæði meðal kylfinga og golfvallastjóra. Oft koma flatirnar vel undan snjó, en fljótlega fölnar grasið á þeim auk þess sem það vex hægar og verður viðkvæmt fyrir áníðslu. Hvernig er hægt að útskýra þetta nema með því að kenna lágum hita um?
Lítið er um rannsóknir á vorskaða á grasflötum.

Til eru umfangsmiklar rannsóknir á því hvernig korn (e. winter cereals) býr sig undir árstíðaskil, en því miður hefur sú vinna leitt í ljós mikinn breytileika milli tegunda. Því er hæpið að draga ályktarnir úr kornrannsókn og heimfæra hana á grasflatir. Því á enn eftir að svara mörgum spurningum sem á okkur brenna, um vorskaða á grasflötum.

Nánar í handbókinni hér fyrir neðan.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ