Site icon Golfsamband Íslands

Úthlutun mótanefndar GSÍ – Íslandsmót 2021-25

Íslandsmót - verðlaunagripir.

Mótanefnd Golfsambands Íslands er farin að huga að keppnisstöðum fyrir Íslandsmótið í höggleik og Íslandsmótið í holukeppni fyrir árin 2021 til 2025.

Íslandsmótið í höggleik fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í ár og Íslandsmótið í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri. 

GSÍ óskar eftir því að þeir golfklúbbar sem hafa áhuga á því að halda Íslandsmótin á árunum 2021 til 2025 sendi formlega umsókn ásamt lýsingu á hugmyndum klúbbsins um framkvæmd mótanna.

Skila skal inn umsóknum í síðasta lagi föstudaginn 22. maí næstkomandi á netfangið motanefnd@golf.is

Með kveðju
Mótanefnd GSÍ 

Exit mobile version