Golfsamband Íslands

Úrslit frá Áskorendamótaröð Íslandsbanka á Jaðarsvelli

Íslandsbankamótaröðin 2017, Hella

Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Jaðarsvelli laugardaginn 29. júlí við ágætis aðstæður. Keppendur komu víðsvegar að til þess að keppa á þessari skemmtilegu mótaröð sem er ætluð þeim sem vilja öðlast keppnsreynslu áður en haldið er á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Heimir Örn Árnason framkvæmdastjóri GA og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ afhentu verðlaunin í mótslok að lokinni pylsuveislu sem keppendum er boðið í eftir hvert einasta mót á Áskorendamótaröðinni.

Úrslit urðu eftirfarandi:

9 holur:
Stúlkur 10 ára og yngri
1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 47 högg
2. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, GKG 50 högg
3. Lilja Grétarsdóttir, GR 52 högg

Piltar 10 ára og yngri
1. Hilmar Veigar Ágústsson, GL 48 högg
2.-4. Barri Björgvinsson, GHD 55 högg
2.-4. Arnar Heimir Gestsson, GKG 55 högg
2.-4. Maron Björgvinsson, GHD 55 högg

Piltar 12 ára og yngri
1. Árni Stefán Friðriksson, GHD 54 högg*
2. Tómas Bjarki Guðmundsson, GSS 54 högg
3. Snævar Bjarki Davíðsson, GHD 55 högg
*Árni sigraði eftir bráðabana.

Stúlkur 12 ára og yngri
1. Ester Amíra Ægisdóttir, GK 47 högg
2. Helga Signý Pálsdóttir, GR 51 högg
3. Kara Líf Antonsdóttir, GA 55 högg

18 holur

Stúlkur 15-18 ára
1. Erna Rós Agnarsdóttir, GS 112 högg *
2. Jana Ebenezersdóttir, GM 112 högg

Piltar 14 ára og yngri
1. Þorgeir Örn Bjarkason, GL 92 högg
2. Veigar Heiðarsson, GHD 93 högg
3. Skúli Gunnar Ágústsson, GA 96 högg

Stúlkur 14 ára og yngri
1. Sara Kristinsdóttir, GM 106 högg
2. Guðrún María Aðalsteinsdóttir, GA 109 högg
3. Kristín Vala Jónsdóttir, GL 120 högg

Exit mobile version