Auglýsing

Björgvin Þorsteinsson úr Golfklúbbi Akureyrar sigraði í karlaflokki á Íslandsmóti 35 ára og eldri sem lauk á Vestmannaeyjavelli í dag. Björgvin spilaði frábært golf en hann lék hringina þrjá á 209 höggum eða á einu höggi undir pari. Sigurpáll Geir Sveinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar var annar á 216 höggum og þriðji varð Rúnar Þór Karlsson úr Golfklúbbi Vestmannaeyja á 219 höggum

Sara Jóhannsdóttir úr Golfklúbbi Vestmannaeyja sigraði í kvennaflokki, hún lék á 255 höggum, 11 höggum betur en Katrín Harðardóttir sem lék á 266 höggum. Í þriðja sæti varð Magdalena S H Þórisdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja en hún lék á 285 höggum.

Við óskum Söru og Björgvini innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana, við segjum bara VEL GERT.

1. FLOKKUR KARLA
1. sæti Björgvin Þorsteinsson/GA/69/70/70 = 209 högg
2. sæti Sigurpáll Geir Sveinsson/GKG/72 /70/74 = 216 högg
3. sæti Rúnar Þór Karlsson/GV/71/74/74 = 219 högg

1 FLOKKUR KVENNA.
1. sæti Kolbrún Sól Ingólfsdóttir/GV/99793/102 = 294 högg

2. FLOKKUR KARLA
1. sæti Óskar Haraldsson/GV/76/73/82 = 231 högg
2. sæti Eyþór Harðarson/GV/85/78/74 = 237 högg
3. sæti Hlynur Stefánsson/GV//79/79/82 = 240 högg

2. FLOKKUR KVENNA
1. sæti Sara Jóhannsdóttir/GV/89/79/87 = 255 högg
2. sæti Katrín Harðardóttir/GV/87/86/93 = 266 högg
3. sæti Magdalena S H Þórisdóttir/GS/88/97/100 = 285 högg

3. FLOKKUR KARLA
1. sæti Þórður Davíð Davíðsson/GKG/89/85/98 = 272 högg
2. sæti Sigurjón Birgisson/GV/87/100/87 = 275 högg
3. sæti Jón Björn Sigtryggsson/GF/88/90/103 = 281 högg

3. FLOKKUR KVENNA
1. sæti Elsa Valgeirsdóttir/GV/87/104/103 = 304 högg
2. sæti Hrönn Harðardóttir/GV/98/110/99 = 307 högg
3. sæti Anna Guðrún Sigurðardóttir/GÍ/107/108/113 = 328 högg

Öll úrslit í mótinu má finna á golf.is og hér.

Dagur 2:

Sara Jóhannsdóttir úr Golfklúbbi Vestmannaeyja er í forystu í kvennaflokki eftir 36 holur á 168 höggum, hún á fimm högg á næsta keppanda sem er Katrín Harðardóttir einnig úr Golfklúbbi Vestmannaeyja. í þriðja sæti kemur svo Magdalena S H Þórisdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja.

Í karlaflokki er það sexfaldur Íslandsmeistari Björgvin Þorsteinsson úr Golfklúbbi Akureyrar en hann lék völlinn í dag á parinu og er því að einu höggi undir pari á 139 höggum. Annar er Sigurpáll Sveinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 142 höggum, Sigurpáll lék einnig á 70 höggum í dag og er á 142 höggum.  Jafn í þriðja til fjórða sæti eru heimamennirnir Aðalsteinn Ingvarsson og Rúnar Þór Karlsson

efst
1. flokkur karla eftir 36 holur
1. sæti Björgvin Þorsteinsson           GA – 139 högg
2. sæti Sigurpáll Geir Sveinsson       GKG – 142 högg
3.-4. sæti Aðalsteinn Ingvarsson      GV – 145 högg
3.-4. sæti Rúnar Þór Karlsson           GV – 145 högg
1 flokkur kvenna eftir 36 holur
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir                  GV – 192 högg
2. flokkur kvenna eftir 36 holur
1. sæti Sara Jóhannsdóttir                        GV – 168 högg
2. sæti Katrín Harðardóttir                         GV – 173 högg
3. sæti Magdalena S H Þórisdóttir            GS – 185 högg
2. flokkur karla eftir 36 holur
1. sæti Óskar Haraldsson                          GV – 149 högg
2. sætiHlynur Stefánsson                          GV – 158 högg
3. sæti Eyþór Harðarson                           GV – 163 högg
3. flokkur karla eftir 36 holur
1. sæti Þórður Davíð Davíðsson               GKG – 174 högg
2. sæti Jón Björn Sigtryggsson         GF – 178 högg
3. sæti Bjarni Ólafur Guðmundsson  GV – 186 högg
3. flokkur kvenna eftir 36 holur
1. sæti Elsa Valgeirsdóttir                GV – 201 högg
2. sæti Hrönn Harðardóttir               GV – 208 högg
3. sæti Anna Guðrún Sigurðardóttir  GÍ – 215 högg


1. dagur:

Fyrsti hringur af þremur var leikinn á Íslandsmóti 35 ára og eldri í gær í frábæru golfveðri á Vestmannaeyjavelli í gær. Í karlaflokki er það Björgvin Þorsteinsson, GA sem leiðir á einu höggi undir pari en hann hefur meðal annars hefur hampað Íslandsmeistara titlinum í golfi sex sinnum.

Björgvin keppir nú á sínu þriðja Íslandsmóti sínu þetta árið en hann var einnig meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi þar sem hann keppti í 54 sinn auk þess sem hann keppti á Íslandsmóti 50 ára og eldri sem fram fór á Akureyri fyrir stuttu.

Jafnir í öðru sæti eru heimamaðurinn Rúnar Þór Karlsson og Kristján Ólafur Jóhannesson úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

1. sæti Björgvin Þorsteinsson GA 69 högg
2. sæti Rúnar Þór Karlsson GV 71 högg
3. sæti Kristján Ólafur Jóhannesson GR 71 högg

Í kvennaflokki er það Katrín Harðardóttir úr Golfklúbbi Vestmannaeyja sem leiðir, hún lék á 87 höggum. Í öðru sæti er Magdalena S H Þórisdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og jafnar í þriðja til fjórða sæti koma þær Arnfríður I Grétarsdóttir úr Golfklúbbi Grindavíkur og Sara Jóhannsdóttir úr Golfklúbbi Vestmannaeyja.

1. sæti Katrín Harðardóttir GV 87 högg
2. sæti Magdalena S H Þórisdóttir GS 88 högg
3-4. sæti Arnfríður I Grétarsdóttir GG 89 högg
3-4. sæti Sara Jóhannsdóttir GV 89 högg

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ