Golfsamband Íslands

Upptaka frá málþingi um mótahald GSÍ er nú aðgengileg á golf.is

Málþing um mótahald fyrir afrekskylfinga á Íslandi fór fram föstudaginn 10. nóvember 2023 á Grand Hótel í Reykjavík.

Málþingið var mjög vel sótt. Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, kynnti þar hugmyndir og tillögur um viðamiklar breytingar á mótahaldinu.

Pallborðsumræður fóru fram á málþinginu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, fréttamaður á RÚV og fyrrum afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík, stýrði umræðunum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, Úlfar Jónsson, þjónustustjóri GKG og Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri GA, tóku þátt í umræðunni – ásamt Ólafi.

Málþingið var tekið upp og er í heild sinni hér fyrir neðan.


Exit mobile version