Auglýsing

Fyrsta mót tímabilsins á Unglingamótaröð GSÍ, SS-mótið, fer fram á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu dagana 28.-30. maí 2021.

Alls eru fimm mót á dagskrá í sumar eins og sjá má á veggspjaldinu hér fyrir neðan.

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit:

Leikfyrirkomulag

Höggleikur, 18 holur á dag. Í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs eru leiknar 54 holur en 36 holur í öðrum flokkum. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

Áætlaðir rástímar

Föstudagur     13:00 – 16:00  Athugið: Einungis flokkar 17-18 ára og 19-21 árs
Laugardagur    08:00 – 16:00
Sunnudagur     08:00 – 16:00 

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða birtir á golf.is  á miðvikudeginum fyrir mót. Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en síðan verður raðað út eftir skori. 

Rásröðun 

Föstudag: 19-21 árs, 17-18 ára.
Laugardag: 19-21 árs, 17-18 ára, 15-16 ára og 14 ára og yngri.  
Sunnudag: 15-16 ára,14 ára og yngri, 19-21 árs og 17-18 ára, 

Kylfuberar

Kylfuberar eru leyfðir í flokki 14 ára og yngri en bannaðir í öðrum flokkum.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda.

Verðlaunaafhending 

Verðlaunaafhending er haldin strax að lokinni keppni í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Styrktaraðili er Sláturfélag Suðurlands

SS-Mótið

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ