GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Staðan eftir tvo keppnisdaga

Nettó mótið hófst þann 5. júní á Leirdalsvelli, þegar keppendur Unglingamótaraðarinnar léku sinn fyrsta hring. Aðstæður hafa á tímum verið krefjandi, en hörð keppni er í bæði drengja- og stúlknaflokki.

Í drengjaflokki leiðir Guðjón Frans Halldórsson mótið með átta höggum. Hann lék fyrsta hring mótsins á 69 höggum, best allra. Því fylgdi hann svo með hring upp á 73 högg á öðrum keppnisdegi. Guðjón er með flesta fugla allra keppenda og besta meðalskorið á bæði par 4 og par 5 holum.

Guðjón stefnir á sinn annan sigur á mótaröðinni í sumar, en hann sigraði mótið á Akranesi og varð annar í mótinu á Sandgerði.

Á eftir Guðjóni er þéttur pakki kylfinga. Á milli annars og áttunda sætis eru einungis þrjú högg, og munu margir vilja sækja sér verðlaun á mótinu.

Hjalti Jóhannsson, GK, er jafn í 2. sæti, en hann átti besta hringinn á öðrum keppnisdegi. Þá lék hann á 69 höggum, tvo undir pari vallarins. Einungis einn kylfingur bætti sig um fleiri högg á milli hringja, en Hjalti lék tólf höggum betur á föstudeginum.

Í stúlknaflokki 15-18 ára er Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, efst fyrir lokahringinn. Hún hefur leikið sína hringi á 77-75 höggum

Höggi á eftir Pamelu er Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG. Hún lék annan hringinn best allra í kvennaflokki, og kom í hús á 74 höggum.

Jafnar í 3. sæti eru Elísabet Sunna Scheving, GKG, og Lovísa Huld Gunnarsdóttir, GSE. Þær hafa báðar leikið báða hringi sína á 79 höggum.

Nettó Golf 14 – Leirdalur

Hér eru leiknir tveir 18 holu hringir á Leirdalsvelli og keppt í flokki 14 ára og yngri. Í drengjaflokki var það Emil Máni Lúðvíksson, GKG, sem lék best á fyrri keppnisdegi, 77 höggum. Höggi á eftir honum var Matthías Jörvi Jensson, GKG, sem lék mjög gott golf eftir tvo tvöfalda skolla á fyrstu þremur holunum.

Í stúlknaflokki er Eiríka Malaika Stefánsdóttir, GM, sem leiðir mótið eftir hring upp á 90 högg. Hún endaði hringinn af miklum krafti, og fékk þrjá fugla á holum 14-17.

Önnur er Hrafnhildur Sigurðardóttir, GR, en hún lék hringinn á 95 höggum.

Nettó Golf 14 – Mýrin

Í Mýrinni er keppt í 10, 12 og 14 ára aldursflokkum drengja og stúlkna. Mótið er 9 holur og var leikið í heild sinni á öðrum keppnisdegi mótsins. Hér eru úrslit mótsins.

10 ára og yngri drengir

  1. sæti Ísak Hrafn Jónasson GR
  2. sæti Alexander Hrafn Kristinsson GKG
  3. sæti Daníel Tristan Sigurlínarson GM

10 ára og yngri stúlkur

  1. sæti Edda María Hjaltadóttir GM
  2. sæti Ása Margrét Þórsdóttir GK
  3. sæti Eyrún Ása Th. Henriksdóttir GOS

12 ára og yngri drengir

  1. sæti Sigurður Markús Sigurðarson GR
  2. sæti Júlí Róbert Helgason NK
  3. sæti Felix Leó Helgason NK

12 ára og yngri stúlkur

  1. sæti Embla Dröfn Hákonardóttir GKG
  2. sæti Katrín Emilía Ingvarsdóttir GO
  3. sæti Edda Friðriksdóttir GO

14 ára og yngri drengir

  1. sæti Bjarki Freyr Jónsson GK

 

Nettómót GKG á Unglingamótaröðinni og Golf 14 fer fram 5.-7. júní 2025 – á Leirdalsvelli og Mýrinni. 

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er framkvæmdaraðili mótsins.

Í flokki 15-18 ára eru leiknar 54 holur á Leirdalsvelli og er keppt í höggleik án forgjafar dagana 5.-7. júní.

Að loknum 36 holum er leikmönnum fækkað þannig að 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni.

Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

advanced divider
advanced divider

Í Nettó Golf 14 á Leirdalsvelli er leikinn höggleikur án forgjafar dagana 6. og 7. júní – alls 36 holur.

Hámarksforgjöf í flokki 14 ára og yngri kk er 30 og hámarksforgjöf í flokki 14 ára og yngri kvk er 36.

Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

advanced divider

Nettó Golf 14 fer fram á Mýrinni föstudaginn 6. júní. Þar verða leiknar 9 holur. 

Mótið er hugsað sem fyrsta skref og stuðningur við keppnisþátttölu ungra kylfinga. Mótið er ekki stigamót og gildir ekki til forgjafar.

Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans.

Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ