Staðan eftir tvo keppnisdaga
Nettó mótið hófst þann 5. júní á Leirdalsvelli, þegar keppendur Unglingamótaraðarinnar léku sinn fyrsta hring. Aðstæður hafa á tímum verið krefjandi, en hörð keppni er í bæði drengja- og stúlknaflokki.
Í drengjaflokki leiðir Guðjón Frans Halldórsson mótið með átta höggum. Hann lék fyrsta hring mótsins á 69 höggum, best allra. Því fylgdi hann svo með hring upp á 73 högg á öðrum keppnisdegi. Guðjón er með flesta fugla allra keppenda og besta meðalskorið á bæði par 4 og par 5 holum.
Guðjón stefnir á sinn annan sigur á mótaröðinni í sumar, en hann sigraði mótið á Akranesi og varð annar í mótinu á Sandgerði.
Á eftir Guðjóni er þéttur pakki kylfinga. Á milli annars og áttunda sætis eru einungis þrjú högg, og munu margir vilja sækja sér verðlaun á mótinu.
Hjalti Jóhannsson, GK, er jafn í 2. sæti, en hann átti besta hringinn á öðrum keppnisdegi. Þá lék hann á 69 höggum, tvo undir pari vallarins. Einungis einn kylfingur bætti sig um fleiri högg á milli hringja, en Hjalti lék tólf höggum betur á föstudeginum.
Í stúlknaflokki 15-18 ára er Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, efst fyrir lokahringinn. Hún hefur leikið sína hringi á 77-75 höggum
Höggi á eftir Pamelu er Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG. Hún lék annan hringinn best allra í kvennaflokki, og kom í hús á 74 höggum.
Jafnar í 3. sæti eru Elísabet Sunna Scheving, GKG, og Lovísa Huld Gunnarsdóttir, GSE. Þær hafa báðar leikið báða hringi sína á 79 höggum.
Nettó Golf 14 – Leirdalur
Hér eru leiknir tveir 18 holu hringir á Leirdalsvelli og keppt í flokki 14 ára og yngri. Í drengjaflokki var það Emil Máni Lúðvíksson, GKG, sem lék best á fyrri keppnisdegi, 77 höggum. Höggi á eftir honum var Matthías Jörvi Jensson, GKG, sem lék mjög gott golf eftir tvo tvöfalda skolla á fyrstu þremur holunum.
Í stúlknaflokki er Eiríka Malaika Stefánsdóttir, GM, sem leiðir mótið eftir hring upp á 90 högg. Hún endaði hringinn af miklum krafti, og fékk þrjá fugla á holum 14-17.
Önnur er Hrafnhildur Sigurðardóttir, GR, en hún lék hringinn á 95 höggum.
Nettó Golf 14 – Mýrin
Í Mýrinni er keppt í 10, 12 og 14 ára aldursflokkum drengja og stúlkna. Mótið er 9 holur og var leikið í heild sinni á öðrum keppnisdegi mótsins. Hér eru úrslit mótsins.
10 ára og yngri drengir
- sæti Ísak Hrafn Jónasson GR
- sæti Alexander Hrafn Kristinsson GKG
- sæti Daníel Tristan Sigurlínarson GM
10 ára og yngri stúlkur
- sæti Edda María Hjaltadóttir GM
- sæti Ása Margrét Þórsdóttir GK
- sæti Eyrún Ása Th. Henriksdóttir GOS
12 ára og yngri drengir
- sæti Sigurður Markús Sigurðarson GR
- sæti Júlí Róbert Helgason NK
- sæti Felix Leó Helgason NK
12 ára og yngri stúlkur
- sæti Embla Dröfn Hákonardóttir GKG
- sæti Katrín Emilía Ingvarsdóttir GO
- sæti Edda Friðriksdóttir GO
14 ára og yngri drengir
- sæti Bjarki Freyr Jónsson GK

Nettómót GKG á Unglingamótaröðinni og Golf 14 fer fram 5.-7. júní 2025 – á Leirdalsvelli og Mýrinni.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er framkvæmdaraðili mótsins.
Í flokki 15-18 ára eru leiknar 54 holur á Leirdalsvelli og er keppt í höggleik án forgjafar dagana 5.-7. júní.
Að loknum 36 holum er leikmönnum fækkað þannig að 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni.
Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Í Nettó Golf 14 á Leirdalsvelli er leikinn höggleikur án forgjafar dagana 6. og 7. júní – alls 36 holur.
Hámarksforgjöf í flokki 14 ára og yngri kk er 30 og hámarksforgjöf í flokki 14 ára og yngri kvk er 36.
Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Nettó Golf 14 fer fram á Mýrinni föstudaginn 6. júní. Þar verða leiknar 9 holur.
Mótið er hugsað sem fyrsta skref og stuðningur við keppnisþátttölu ungra kylfinga. Mótið er ekki stigamót og gildir ekki til forgjafar.
Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans.
Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.