GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Gunnar Þór Heimisson, GKG, er stigameistari 2025 á Unglingamótaröðinni í flokki 17-18 ára pilta. Alls eru 30 leikmenn á stigalistanum.

Smelltu hér fyrir stigalistann í heild sinni:

Gunnar endaði sumarið með 6.375 stig, en hann lék í öllum 7 mótum tímabilsins. Gunnar opnaði sumarið með frábærri frammistöðu á Akranesi, þar sem hann tapaði í bráðabana um sigurinn. Hann vann fjögur mót af sjö, varð tvívegis annar og verst varð hann í fjórða sæti. Gunnar varð annar á Íslandsmóti unglinga í höggleik og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í holukeppni viku síðar. Frábært sumar hjá Gunnari sem hann kórónaði með sigri í lokamótinu á Korpúlfsstaðavelli um helgina.

Gunnar í æfingaferð íslenska landsliðsins í sumar

Guðjón Frans Halldórsson, GKG, varð annar annað árið í röð, með 4.501 stig. Hann tók þátt á 6 mótum á tímabilinu. Hann sigraði á tveimur mótum, varð einu sinni í öðru sæti, tvívegis í þriðja sæti og einu sinni í fimmta sæti. Guðjón setti eftirminnilega nýtt vallarmet á Kirkjubólsvelli fyrr í sumar, þegar hann lék á 10 höggum undir pari.

Guðlaugur Þór Þórðarson, GL, varð þriðji með 4.325 stig. Hann tók þátt í öllum mótum tímabilsins. Guðlaugur varð Íslandsmeistari unglinga í höggleik eftir frábæran lokahring í Þorlákshöfn og varð annar í holukeppninni eftir úrslitaleik gegn Gunnari.

Frábær árangur hjá drengjunum, við óskum öllum þátttakendum til hamingju með árangurinn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ