Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, er stigameistari 2025 á Unglingamótaröðinni í flokki 17-18 ára stúlkna. Alls eru 15 leikmenn á stigalistanum.
Smelltu hér fyrir stigalistann í heild sinni:
Fjóla fékk 4.940 stig en hún tók þátt í öllum 7 mótum tímabilsins. Hún sigraði á tveimur mótum, varð í öðru sæti einu sinni, einu sinni í þriðja sæti, tvisvar í fjórða og einu sinni í áttunda. Fjóla varð Íslandsmeistari flokksins í höggleik í ágústmánuði og lék þar frábært golf.

Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, varð önnur með 4.585 stig. Hún tók þátt á 6 mótum á tímabilinu og var í verðlaunasæti í þeim öllum. Hún sigraði á einu móti, varð þrívegis í öðru sæti og tvisvar í þriðja sæti.
Þóra Sigríður Sveinsdóttir, GR, varð þriðja annað árið í röð, með 3.695 stig. Hún tók þátt í 7 mótum á tímabilinu og var á meðal efstu 5 kylfinganna í þeim öllum. Besti árangur hennar var á Íslandsmótinu í holukeppni, þar sem hún varð önnur.
Frábær árangur hjá stúlkunum, við óskum öllum þátttakendum til hamingju með árangurinn.