Bryndís Eva Ágústsdóttir, GA, er stigameistari 2025 á Unglingamótaröðinni í flokki 15-16 ára stúlkna. Þetta er annað árið í röð sem Bryndís verður stigameistari flokksins.
Smelltu hér fyrir stigalistann í heild sinni:
Bryndís Eva fékk 7.100 stig, en hún lék í öllum 7 mótum tímabilsins. Hún sigraði fimm mót og varð tvisvar í öðru sæti. Bryndís varð Íslandsmeistari flokksins í bæði höggleik og holukeppni og sýndi fram á mikla yfirburði í sumar.

Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG, varð önnur með 4.685 stig. Hún tók einnig þátt í öllum mótum tímabilsins og stóð uppi sem sigurvegari í báðum mótunum sem Bryndís vann ekki. Þá varð hún önnur á Íslandsmótinu í höggleik og þriðja á Íslandsmótinu í holukeppni.
Erna Steina Eysteinsdóttir varð þriðja með 3.370 stig. Hún lék einnig á öllum mótum tímabilsins, og náði sínum besta árangri á Íslandsmótinu í holukeppni, þar sem hún varð önnur.
Frábær árangur hjá stúlkunum, við óskum öllum þátttakendum til hamingju með árangurinn.