GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Arnar Daði Svavarsson, GKG, er stigameistari 2025 á Unglingamótaröðinni í flokki 15-16 ára pilta. Þetta er annað árið í röð sem Arnar verður stigameistari flokksins.

Smelltu hér fyrir stigalistann í heild sinni:

Arnar Daði fékk 5.351 stig en hann tók þátt í öllum 7 mótum tímabilsins. Hann sigraði á þremur mótum og varð í öðru sæti á tveimur. Arnar varð Íslandsmeistari flokksins í höggleik eftir frábæra spilamennsku í Þorlákshöfn, þar sem hann lék sjö undir pari, best allra kylfinga mótsins.

Óliver Elí Björnsson, GK, varð annar annað árið í röð, með 4.993 stig. Óliver lék einnig í öllum 7 mótunum og veitti Arnari mikla samkeppni á seinni hluta tímabilsins. Í síðustu fjórum mótunum vann Óliver tvisvar og varð tvisvar í öðru sæti, en hann varð Íslandsmeistari flokksins í holukeppni í lok ágúst.

Máni Freyr Vigfússon, GK, varð þriðji með 4.213 stig. Hann lék í öllum mótum ársins, vann tvö, varð einu sinni annar og einu sinni þriðji.

Frábær árangur hjá drengjunum, við óskum öllum þátttakendum til hamingju með árangurinn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ