Skúli Gunnar Ágústsson, GA, á Íslandsmótinu í höggleik í sumar. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Skúli Gunnar Ágústsson, GA, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 15-16 ára. Guðjón Frans Halldórsson, GKG, varð annar og Veigar Heiðarsson, GA, varð þriðji.

Skúli Gunnar sigraði á tveimur mótum af alls fimm á tímabilinu. Hann varð Íslandsmeistari í höggleik á þessu ári. Á einu móti endaði Skúli Gunnar í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti.

Guðjón Frans var alltaf á meðal fimm efstu á mótum tímabilsins. Hann sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni, tvívegis varð hann í öðru sæti og einu sinni í því þriðja.

Veigar var alltaf á í einu af fjórum efstu sætunum á mótum tímabilsins. Hann sigraði á fyrsta stigamóti tímabilsins, og varð þriðji á þremur mótum og einu sinni í því fjórða.

Stigalistinn í heild sinni er hér:

Veigar Heiðarsson og Guðjón Frans Halldórsson MyndFrosti
author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ