Golfsamband Íslands

Unglingamótaröð GSÍ 2022 – Hjalti Kristján Hjaltason er stigameistari í flokki 12 ára og yngri

Hjalti Kristján Hjaltason, GM, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 12 ára og yngri. Máni Freyr Vigfússon, GK, varð annar og Björn Breki Halldórsson, GKG, varð þriðji.

Hjalti Kristján tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik og varð annar á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð einnig í öðru sæti á fyrsta móti tímabilsins.

Máni Freyr lék á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð einu sinni í þriðja sæti og einu sinnií því fjórða.

Björn Breki tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann varð einu sinni í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti.

Smelltu hér fyrir stigalistann í heild sinni:

Frá vinstri: Máni Freyr, Hjalti Kristján, Björn Breki. Mynd/Frosti.
Exit mobile version