Undankeppni fyrir Íslandsmótið í golfi 2025 fer fram á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis fimmtudaginn 31. júlí.
Þar verður keppt um tíu síðustu sætin í karlaflokki og fimm síðustu sætin í kvennaflokki.
35 kylfingar munu taka þátt í karlaflokki og 8 í kvennaflokki, og verður spennandi að sjá hvaða kylfingar spila sig inn í Íslandsmótið, sem hefst þann 7. ágúst.
Í undankeppninni er leikinn einn 18 holu hringur, þar sem efstu kylfingarnir í báðum flokkum vinna sér inn þátttökurétt í Íslandsmótinu sjálfu. Ræst verður út af 1. teig frá kl. 07:00, en rástímar hafa verið birtir á Golfbox.
Þetta er í þriðja skiptið sem undankeppnin fer fram, en 177 kylfingar skráðu sig í Íslandsmótið í ár. Einungis geta 132 leikið í mótinu sjálfu, svo haldin er undankeppni til að fylla í síðustu lausu sætin.