Meistari- Aron Snær slær hér upphafshöggið á 5. teig.
Auglýsing

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 20. skipti á Nesvellinum, mánudaginn 1. ágúst næstkomandi.  Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl.13.00 hefst svo Einvígið sjálft, (shoot-out) þar sem einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast að lokum um sigurinn á 18. holu.

DHL Express á Íslandi hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og á þessum tíma styrkt félög eða samtök sem láta sér hag barna varða um hátt á annan tug milljóna króna.  Í ár, líkt og þegar mótið var haldið í fyrsta skiptið, er það Umhyggja sem nýtur góðs af og fær eina milljón króna frá DHL en Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

Þátttakendur 2016:

Alfreð Brynjar Kristinsson, klúbbmeistari GKG 2016
Arnór Ingi Finnbjörnsson, klúbbmeistari GR 2016
Aron Snær Júlíusson, GKG, sigurvegari Einvígisins 2015
Björgvin Sigurbergsson, GK, fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi.
Hlynur Geir Hjartarson,  klúbbmeistari GOS 2016.
Karlotta Einarsdóttir, klúbbmeistari NK 2016
Kristján Þór Einarsson, klúbbmeistari GM 2016
Oddur Óli Jónasson, klúbbmeistari NK 2016
Ragnhildur Sigurðardóttir, klúbbmeistari GR 2016
Úlfar Jónsson, GKG , sexfaldur Íslandsmeistari.
Sigurvegarar frá upphafi:

1997      Björgvin Þorsteinsson
1998      Ólöf María Jónsdóttir
1999      Vilhjálmur Ingibergsson
2000      Kristinn Árnason
2001      Björgvin Sigurbergsson
2002      Ólafur Már Sigurðsson
2003      Ragnhildur Sigurðardóttir
2004      Magnús Lárusson
2005      Magnús Lárusson
2006      Magnús Lárusson
2007      Sigurpáll Geir Sveinsson
2008      Heiðar Davíð Bragason
2009      Björgvin Sigurbergsson
2010      Birgir Leifur Hafþórsson
2011      Nökkvi Gunnarsson
2012      Þórður Rafn Gissurarson
2013      Birgir Leifur Hafþórsson
2014      Kristján Þór Einarsson
2015   Aron Snær Júlíusson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ