Auglýsing

Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri í liðakeppni kvenna og karla sem fram fór samhliða einstaklingskeppninni á B59 Hotel mótinu á Akranesi um liðna helgi. 

Alls skráðu fimm lið sig til keppni í kvennaflokki og átta lið í karlaflokki en sex þeirra luku keppni. 

Liðakeppnin verður til staðar á stigamótaröð GSÍ á þessu tímabili líkt og undanfarin tvö ár. 

Í kvennaflokki geta verið þrír leikmenn í hverju liði. Tvö bestu skorin á hverjum hring telja hjá konunum. Í karlaflokki geta verið fjórir leikmenn í hverju liði og telja þrjú bestu skorin á hverjum hring. 

Lokastaðan í liðakeppni kvenna: 

1. Golfklúbbur Reykjavíkur 433 högg (142-143-148) (+1)
Ragnhildur Kristinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir.

2. Golfklúbburinn Keilir 453 högg (147-155-151) (+21)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Íris Lorange Káradóttir.

3. Golfklúbbur Kópav. og Garðab. 470 högg (154-156-160) (+38)
Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Árný Eik Dagsdóttir.

4. Golfklúbbur Akureyrar 484 högg (150-167-167) (+52)
Stefanía Valgeirsdóttir, Andrea Ásmundsdóttir.

5. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 500 högg (161-162-177) (+68)
Katrín Sól Davíðsdóttir, Arna Kristjánsdóttir, María Guðjónsdóttir.

Lokastaðan í liðakeppni karla. 

1. Golfklúbbur Reykjavíkur 635 högg (205-208-222) (-13)
Andri Þór Björnsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús.

2. Golfklúbburinn Keilir 660 högg (218-214-228) (+12)
Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Birgir Björn Magnússon, Daníel Ísak Steinarsson.

3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 671 högg (225-222-224) (+23)
Sigurður Arnar Garðarsson, Bjarki Pétursson, Ólafur Björn Loftsson, Ragnar Már Garðarsson.

4. Golfklúbbur Akureyrar 674 högg (219-221-234) (+26)
Eyþór Hrafnar Ketilsson, Örvar Samúelsson, Lárus Ingi Antonsson, Óskar Páll Valsson.

5. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 685 högg (222-223-240) (+37)
Sverrir Haraldsson, Kristófer Karl Karlsson,  Aron Skúli Ingason, Björn Óskar Guðjónsson.

6. Golfklúbbur Suðurnesja 688 högg (223-226-239) (+40)
Logi Sigurðsson, Rúnar Óli Einarsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Pétur Þór Jaidee.

Golfklúbbur Vestmannaeyja og Golfklúbbur Selfoss tóku einnig þátt í liðakeppni karla en náðu ekki að ljúka keppni þar sem að kylfingar úr þeirra liðum náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn eða drógu sig úr keppni vegna meiðsla/veikinda. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ