Auglýsing

Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu beðin um að gera hlé á öllum æfingum og keppni í tvær vikur, frá deginum í dag til 19. október. Félögin eru jafnframt beðin um að fresta keppnisferðum út á land. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að smitum vegna Covid-19 hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu á síðustu dögum og líkur á veldisvexti smita í faraldrinum hafa aukist. 

Viðbragðshópur Golfsambands Íslands beinir því hér mér til allra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu að loka golfvöllum sínum fram til 19. október, eða þar til ný fyrirmæli berast frá yfirvöldum. Nánar tiltekið er um að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi. 

Þá beinir GSÍ þeim tilmælum til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að virða framangreindar takmarkanir og leita þannig ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins, enda hafa yfirvöld beint því til höfuðborgarbúa að vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur. 

Það er einlæg von Golfsambands Íslands að golfklúbbar og kylfingar hafi skilning á þessum tilmælum og bregðist við þeim þegar í stað. 

F.h. viðbragðshóps GSÍ vegna Covid-19
Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ.  

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ