Golfsamband Íslands

Tilkynning viðbragðshóps GSÍ – fimmtudaginn 25. mars 2021

Tilkynning frá viðbragðshóp GSÍ vegna reglugerðar frá heilbrigðisráðuneytinu sem tók gildi 25. mars 2021 og gildir til og með 15. apríl 2021. Reglugerðin kveður á um eftirfarandi:

„Íþróttir, þar með taldar æfingar og keppnir, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utan­dyra, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra milli einstaklinga eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.“

Túlkun viðbragðshóps GSÍ  á reglugerðinni er eftirfarandi:

Golfiðkun utandyra er heimil sé gætt að eftirfarandi reglum

Golfiðkun innandyra auk golfkennslu er heimil sé eftirfarandi reglum sé fylgt: 

Æfingasvæði utandyra geta haldið opnu sé gætt að eftirfarandi reglum:

Golfskálar og veitingastaðir :

Reglurnar eru í stuttu máli þannig fyrir okkur að 10 manna hámark gildir, 2 metra reglu þarf að viðhafa í hvívetna og algert bann er á notkun sameiginlegs búnaðar.

Það skal þó áréttað að opnun golfvalla verður í höndum hvers golfklúbbs fyrir sig og tekur mið af ástandi valla, veðri og starfsmannafjölda golfklúbbanna. 

Almennar leiðbeiningar fyrir golfleik á tímum Covid19

Um viðbragðshóp GSÍ:

Viðbragshópur GSÍ er skipaður fulltrúum golfklúbba innan golfhreyfingarinnar og hefur hópurinn það hlutverk að að safna saman upplýsingum í hvert sinn sem nýjar sóttvarnarreglur berast frá heilbrigðisyfirvöldum og ÍSÍ vegna Covid-19. Viðbragðshópurinn leitast við að túlka sóttvarnarreglur hverju sinni og leggur sitt mat á það með hvaða hætti reglurnar snerta iðkun golfíþróttarinnar á tímum sóttvarna. Í kjölfarið gefur hópurinn frá sér leiðbeiningar varðandi golfiðkun.

Viðbragðshópur GSÍ gefur einungis frá sér leiðbeiningar og hefur hópurinn ekkert umboð til þess að setja öðrum reglur, hvorki golfklúbbum né kylfingum. Það er undir hverjum golfklúbbi, rekstraraðilum æfingasvæða og kylfingunum sjálfum komið að framfylgja þeim reglum sem settar eru af sóttvarnaryfirvöldum og opinberum aðilum.

Hópurinn er þannig skipaður: Ágúst Jensson, Brynjar Eldon Geirsson, Elsa Valgeirsdóttir, Haukur Örn Birgisson, Hulda Bjarnadóttir, Jón Steindór Árnason, Knútur G. Hauksson, Ólafur Þór Ágústsson, Ómar Örn Friðriksson, Sigurður Elvar Þórólfsson, Sigurður K. Egilsson, Sigurpáll Sveinsson, Þorsteinn G. Gunnarsson, Þorvaldur Þorsteinsson.

Exit mobile version