Íslandsbankamótaröðin 2017, Hella
Auglýsing

Tilkynning frá mótsstjórn Íslandsbankamótaraðarinnar á Strandarvelli á Hellu. Leikið verður samkvæmt útgefnum rástímum sunnudaginn 27. maí.

Rástímana má sjá í skjáskotunum hér fyrir neðan eða á þessum hlekk. Muna að velja þriðja keppnisdag.

Ákveðið að aflýsa umferðinni sem fram átti að fara í dag laugardaginn 26. maí vegna veðurs á Strandarvelli á Hellu.

Góð þátttaka er á fyrsta móti tímabilsins á Íslandsbankamótaröð unglinga sem fram hófst í dag á Strandarvelli hjá Golfklúbbnum Hellu, GHR.

Alls eru 130 keppendur skráðir til leiks. Keppt er í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum – 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs.

Keppnisdagarnir eru þrír hjá 19-21 árs flokknum en keppni hefst hjá þeim flokki föstudaginn 25. maí.

Keppendur eru alls 130 eins og áður segir og koma þeir frá 10 klúbbum. Flestir eru frá GKG eða 37 og þar á eftir kemur GR með 27 keppendur.

GKG 37
GR 27
GM 14
GK 10
GL 9
GA 8
GOS 8
NK 6
GV 5
GS 4
GHD 2

Fjöldi keppenda skiptist þannig í aldursflokkana:

14 ára og yngri 
kk = 29
kvk =13

15-16 ára
kk = 38
kvk = 11

17-18 ára 
kk =28
kvk= 6

19-21 árs
kk = 5
kvk = 0

*Meðalforgjöfin í mótinu er 11,6.

Hulda Clara Gestsdóttir GKG er með lægstu forgjöfina í kvennaflokki eða 2. Í karlaflokki er Dagbjartur Sigurbrandsson GR með lægstu forgjöfina eða -0.9

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ