Golfreglur.
Auglýsing

Þorgrímur Björnsson bættist nýverið í hóp golfdómara á Íslandi sem lokið hafa prófi sem alþjóðadómarar. Þorgrímur eða Toggi eins og hann er kallaður tók prófið í St. Andrews í Skotlandi og lauk hann því með prýði.

Toggi-með-opnaDómarar með alþjóðleg réttindi (R&A referee eða alþjóðadómarar) eru allir þeir landsdómarar sem lokið hafa dómaraprófi frá R&A í samræmi við kröfur þeirra. Alþjóðadómari hefur réttindi til að dæma í öllum innlendum mótum á vegum golfklúbba og GSÍ auk alþjóðlegra móta sem kunna að vera haldin hér á landi.

Toggi er fjórði alþjóðlegi dómarinn hjá GKG, hinir eru Sæmundur Melstað, Kjartan H Bjarnason og Bergsveinn Þórarinsson og er GKG þá með þriðjung allra alþjóðlegra dómara á Íslandi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ