Þórður Rafn Gissurarson
Auglýsing

Þórður Rafn Gissurarson úr GR endaði í 21. sæti á Open Royal Golf Anfi Mohammedia sem lauk í gær. Mótið fór fram í Marokkó og er hluti af þýsku Pro Golf atvinnumótaröðinni. Þórður Rafn lék lokahringinn á 73 (+3) og var hann samtals á +5 á mótinu (73-69-73). Sigurvegarinn Ben Parker frá Englandi sigraði á -10 samtals. Á fésbókarsíðu sinni skrifar Þórður að hann hafi lent í vandræðum með teighöggin á lokhringnum og breytti hann um taktík í kjölfarið.

Lokastaðan

„Gerði mistök á 16. holu þar sem ég lenti í talsverðum vandræðum. Tek það góða úr mótinu og mun nýta þá fjóra daga sem er í næsta mót að koma teighöggunum í lag,” skrifar Þórður.


Þetta er næst besti árangur Þórðar á tímabilinu en besti árangur hans er 8. sæti frá því í síðustu viku. Alls hefur Þórður leikið á 10 mótum á Pro Golf atvinnumótaröðinni á þessari leiktíð.

Fimm efstu á stigalista Pro Golf mótaraðarinnar tryggja sér sæti á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili – sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Að auki tryggja þeir sér sæti á öðru stigi af alls þremur á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Pro Golf mótaröðin, er einnig þekkt undir nafninu EPD mótaröðin, en frá árinu 2001 hefur mótaröðin verið í flokki mótaraða sem teljast til þriðju deildar í Evrópu.

Margir þekktir kylfingar hafa farið í gegnum Pro Golf mótaröðina og má þar nefna Martin Kaymer frá Þýskalandi, sem hefur sigrað á risamóti og leikið með Ryderliði Evrópu. Marcel Siem, landi hans, hefur einnig farið í gegnum þessa mótaröð.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ