Óli Kristinn Benediktsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Hornfirðingurinn Óli Kristinn Benediktsson væri til í að spila með Tiger Woods

„Ég fór fyrst á golfnámskeið heima á Hornafirði þegar ég var 9 eða 10 ára en ég byrjaði að stunda golfið af krafti um fermingaraldurinn. Það sem mér finnst skemmtilegast við golfið er að sjá framfarir á hverju sumri, og ná settum markmiðum. Það er einnig alltaf gaman að spila í góðu veðri í góðum félagsskap,“ segir hinn 25 ára gamli Óli Kristinn Benediktsson úr Golfklúbbi Hornafjarðar. Óli er búsettur á Höfn í Hornafirði en hann er að ljúka námi í félags – og fjölmiðlafræði við HÍ.

Óli væri til í að spila með Tiger Woods og Ian Poulter í ráshópi. Hann er einn fárra kylfinga frá Austurlandi sem taka reglulega þátt á mótaröðum GSÍ en hann reynir eftir bestu getu að taka þátt.

„Ég hef ekki verið nægilega duglegur við að mæta á Eimskipsmótaröðina en planið er að mæta á nokkur mót í sumar og sjá hvernig það gengur. Það er alltaf skemmtilegt að spila við þá bestu á frábærum völlum víðsvegar um landið. Markmiðið er að bæta sig enn frekar. Ég hef áhuga á að skella mér í PGA-kennaranám og verða golfkennari/þjálfari. Í sumar verð ég að vinna á Silfurnesvelli á Hornafirði.“

Styrkleiki Óla Kristins í golfinu er stutta spilið og högg af 80-100 metra færi. Hann ætlar að laga upphafshöggin sem hafa ekki verið hans sterka hlið. „Drævin hafa aldrei verið í uppáhaldi hjá mér og pútterinn á það til að stríða mér á ögurstundu. Þetta þarf ég að laga í mínum leik.“
Óli Kristinn rifjar upp skemmtilega sögu þegar hann var nýbyrjaður í golfi. „Ég sló boltann ofan í holuna af um 180 metra færi og reddaði parinu á þeirri holu þegar ég hélt að allt væri farið í vaskinn. Það var góð tilfinning og eftirminnilegt högg.

Ég þorði ekki að öskra „FORE“ þar sem ég var í mútum og röddin var í algjöru rugli.

Það vandræðalegasta sem hefur gerst á golfvellinum var þegar ég þorði ekki að öskra „FORE“ þar sem ég var í mútum og röddin var í algjöru rugli. Ég sló boltann nálægt konu úti á miðjum velli og ég þorði ekki að kalla „FORE“. Sem betur fer fór þetta vel en þetta var óþægileg tilfinning.“
Uppáhaldsgolfvöllur Óla Kristins er Southern Dunes í Orlando. „Sá völlur er ekkert endilega sá lengsti en það er nóg af glompum og öðrum hættum sem gerir hann mjög krefjandi. Völlurinn er fljótur að refsa manni fyrir lítil mistök. Uppáhaldsholurnar hjá mér eru 2. holan á Silfurnesvelli á Hornafirði og Bergvíkin á Hólmsvelli Leiru. Báðar fallegar golfholur. Einnig finnst mér alltaf skemmtilegt að spila 7. brautina á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.

Staðreyndir:

Nafn: Óli Kristján Benediktsson.
Aldur: 25.
Forgjöf: 4,8.
Uppáhaldsmatur: Humar og pítsa.
Uppáhaldskylfa: 56 gráður.
Besta skor í golfi: 72 högg á Silfurnesvelli.
Besta vefsíðan: YouTube.
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Sjank, það fer alveg með hausinn á manni.

Dræver: TaylorMade SLDR.
Brautartré: TaylorMade M1.
Blendingur: TaylorMade M1.
Járn: TaylorMade Rocket Blades.
Fleygjárn: Titleist Vokey.
Pútter: Odyssey.
Hanski: TaylorMade.
Skór: Adidas.
Golfpoki: Adidas.
Kerra: Sun Mountain, sem er alveg á síðustu metrunum.

Óli Kristinn Benediktsson Myndsethgolfis
Óli Kristinn Benediktsson Myndsethgolfis

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ