/

Deildu:

Auglýsing

Þing Golfsambands Íslands verður haldið föstudaginn og laugardaginn 22. og 23. nóvember 2019. Þingið fer fram í Laugardalshöll í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 16:00 á föstudeginum.

Vakin er athygli á því að samkvæmt lögum GSÍ hafa golfklúbbar tækifæri til að hafa áhrif á þau málefni sem þeir óska eftir að tekin verði til umræðu á þinginu og skulu þeir kynna stjórn GSÍ það með a.m.k. 20 daga fyrirvara. Stjórn GSÍ skal síðan kynna félögum innan sambandsins dagskrá þingsins og önnur málefni sem hún hyggst leggja fyrir þingið, 14 dögum fyrir þing.

Þingsetning verður á föstudeginum, þar sem þingtillögur verða kynntar og sendar til starfsnefnda. Nefndir munu starfa á föstudagskvöldi og stefnt er að því að ljúka nefndarstörfum um kvöldið. Stefnt er að því að halda pappír í algjöru lágmarki á þinginu. Þingfulltrúar eru því hvattir til að mæta með fartölvur/spjaldtölvur til þess að komast í gögn þingsins.

TIlheyrandi gögn verða send út þegar nær dregur.

F.h. stjórnar GSÍ,

Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ