/

Deildu:

Hólmsvöllur í Leiru.
Auglýsing

Tæplega 150 keppendur eru skráðir til leiks á fyrsta mót tímabilsins á Öldungamótaröðina. Mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Mótið er hluti af Öldungamótaröðinni og er til viðmiðunar til vals á landsliðum LEK árið 2019.

Mótið er opið öllum kylfingum 50 ára og eldri. Þeir sem náð hafa aldri þegar landslið keppir 2019 geta tekið þátt og fengið stig vegna landsliðs.

Flestir keppendur eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur eða 37 og GKG er með 24 keppendur og GK 23. Alls eru keppendur frá 18 klúbbum víðsvegar af landinu sem taka þátt.

Úlfar Jónsson, GKG, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi er að hefja ferilinn á þessari mótaröð en hann er með lægstu forgjöfina í mótinu eða -0.5. Í kvennaflokki er Þórdís Geirsdóttir úr GK með lægstu forgjöfina en hún er með 2,8  í forgjöf. Meðalforgjöfin í mótinu er 10,9.

Fjöldi keppenda eftir klúbbum:

GR 37
GKG 24
GK 23
GO 17
GM 11
NK 10
GS 8
GSG 4
3
GSF 2
GF 2
GA 2
GV 1
GSE 1
GOS 1
1
GHG 1
GKB 1

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ