/

Deildu:

30/05/2018. Ladies European Tour 2018. Jabra Ladies Open, Evian Resort, Evian-Les-Bains, France. May 31- June 2. A view of the 15th pin and Lac Leamn. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafa báðar leikið 36 holur á Jabra Ladies Open sem hófst í Frakklandi á fimmtudag.

Guðrún Brá lék fyrsta hringinn á 70 höggum eða -1. Hún lék á 79 höggum eða +8 á síðari hringnum og er samtals á +7 (70-79). Valdís Þóra lék á 78 höggum eða +7 á fyrsta hringnum. Hún bætti sig um 8 högg á öðrum hringnum þar sem hún lék á 70 höggum. Valdís er á +6 samtals (78-70).

Eins og staðan er núna þá miðast niðurskurðurinn við +3 og eru íslensku atvinnukylfingarnir því úr leik ef það reynist vera niðurstaðan.

Staðan.

Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET Evrópumótaröðinni og LET Access mótaröðinni. Mótið er einnig úrtökumót fyrir Evian risamótið sem fram fer í september á þessum velli.

Valdís Þóra hefur leik kl. 11:46 að íslenskum tíma á fimmtudaginn á 15. teig. og 7:06 á föstudaginn á 1. teig.

Guðrún Brá hefur leik kl. 12:19 á 15. teig á fyrsta keppnisdeginum og 7:39 á föstudaginn á 1. teig.

Ræst er út af tveimur teigum og er ræst út af 15. teig þar sem að 10. holan er mjög langt frá klúbbhúsinu.

Valdís Þóra segir á fésbókarsíðu sinni að keppnisvöllurinn sé blautur eftir rigningar undanfarna daga. Og það spáir úrkomu á næstu dögum á þessu svæði.

31052018 Ladies European Tour 2018 Jabra Ladies Open Evian Resort Evian Les Bains France May 31 June 2 Anastasia Mickan of Germany during the first round Credit Tristan Jones
31052018 Ladies European Tour 2018 Jabra Ladies Open Evian Resort Evian Les Bains France May 31 June 2 A general view of the golf course Credit Tristan Jones
31052018 Ladies European Tour 2018 Jabra Ladies Open Evian Resort Evian Les Bains France May 31 June 2 Amy Boulden of Wales tees off on the 6th hole during the first round Credit Tristan Jones
30052018 Ladies European Tour 2018 Jabra Ladies Open Evian Resort Evian Les Bains France May 31 June 2 A view of the 15th pin and Lac Leamn Credit Tristan Jones
30052018 Ladies European Tour 2018 Jabra Ladies Open Evian Resort Evian Les Bains France May 31 June 2 A view of the 15th pin and Lac Leamn Credit Tristan Jones
30052018 Ladies European Tour 2018 Jabra Ladies Open Evian Resort Evian Les Bains France May 31 June 2 The 5th green with mountains in the distance Credit Tristan Jones

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ