Frá vinstri: Þorbjörg, Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Kinga Korpak (GS), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS) og Stefanía Valgeirsdóttir.
Auglýsing

Stúlknalandsliðið Íslands keppti á Evrópumótinu í golfi sem fram fer á Forsgården vellinum í Svíþjóð dagana 10.-14. júlí. Ísland endaði í 19. sæti eftir 2. keppnisdag. Ísland mætti Belgíu og Slóvakíu í holukeppninni þar sem keppt var um sæti nr. 17-19 og þar tapaði Ísland báðum leikjunum.

Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir var fyrirliði og ráðgjafi liðsins var Stefanía Kristín Valgeirsdóttir.

Á fyrstu tveimur keppnisdögunum var leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja. Átta efstu liðin komust í A-riðil og eiga möguleika á að vinna til verðlauna, liðin sem enda í sætum 9 eða neðar keppa í B riðli þar sem leikið er um sæti.

Ítalía fagnaði sigri á EM eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum og er þetta í annað sinn á s.l. þremur árum sem Ítalía vinnur EM í þessum aldursflokki. Svíar enduðu í þriðja sæti og Tékkar í því fjórða.

Ísland – Slóvakía

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Heiðrún Anna Hlynsdóttir töpuðu 4/2, Kinga Korpak tapaði 6/5, Amanda Guðrún Bjarnadóttir vann 2/1, Andrea Ýr Ásmundsdóttir tapaði 6/5 og Hulda Clara Gestsdóttir tapaði 2/1.

Ísland -Belgía

Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir töpuðu 3/1, Kinga Korpak tapaði 4/2, Andrea Ýr Ásmundsdóttir tapaði 1/0, Hulda Clara Gestsdóttir tapaði 6/4, Amanda Guðrún Bjarnadóttir 4/3.

Ísland tapaði 4/1 gegn Slóveníu.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Heiðrún Anna Hlynsdóttir töpuðu 4/2, Kinga Korpak tapaði 6/4, Amanda Guðrún Bjarnadóttir vann sinn leik 2/1, Andrea Ýr Ásmundsdóttir tapaði 6/5 og Hulda Clara Gestsdóttir tapaði 2/1.

Staðan er uppfærð hér:

Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), 83-85
Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), 84-80
Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS), 86-78
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), 82-74
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), 85-84
Kinga Korpak (GS), 87-76

Frá vinstri: Þorbjörg, Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Kinga Korpak (GS), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS) og Stefanía Valgeirsdóttir.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ