/

Deildu:

Auglýsing

Golfleikur Varðar og Golfsambands Íslands, sem stóð yfir í sumar, tókst gríðarlega vel og þátttakan var framar vonum.  Um 10.000 skráningar voru í leikinn þar sem þátttakendur fengu að reyna á kunnáttu sína á golfreglunum.

Þeir sem tóku þátt fengu viðurkenningarnar brons, silfur eða gull eftir því hversu vel þeir stóðu sig. Keppendur voru vel að sér í golfreglunum því 65% þeirra sem tóku þátt fengu gullmedalíu.


Sá sem hafði heppnina með sér og var dreginn út í lok keppninnar heitir Steinþór Haraldsson. Hann fékk golfferð fyrir tvo á Montecastillo golfsvæðið á Spáni með Heimsferðum.  

Vörður, sem er einn helsti styrktaraðili Golfsambands Íslands, þakkar öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna og hvetur fólk til þess að kynna sér golfreglurnar vel fyrir næsta golfleik Varðar.

-Frá vinstri- Magnús Birgisson frá Heimsferðum, Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Steinþór Haraldsson vinningshafi.
-Frá vinstri- Magnús Birgisson frá Heimsferðum, Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Steinþór Haraldsson vinningshafi.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ