Sigurður Bjarki Blumenstein, Hlynur Bergsson, Baldur Gunnbjörnsson, Hákon Magnússon og Ólafur Björn Loftsson. Mynd/ USGA/Steven Gibbons
Auglýsing

Íslenska karlalandsliðið í golfi hóf leik miðvikudaginn 31. ágúst á Heimsmeistaramótinu í liðakeppni áhugakylfinga, þar sem að keppt erum Eisenhower bikarinn.

Alls eru 72 þjóðir sem taka þátt í karlaflokki á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga í liðakeppni í karlaflokki þar sem að keppt er um Eiseinhower Trophy. Aðeins einu sinni áður hafa jafnmargar þjóðir tekið þátt, í Tyrklandi árið 2012.

Danir hafa titil að verja og eru líklegir til þess að verja titilinn sem hefur ekki gerst frá árinu 2014 þegar Bandaríkin náðu að verja titilinn.

Hákon Örn Magnússon, Sigurður Bjarki Blumenstein og Hlynur Bergsson skipa íslenska liðið. Með þeim í för eru Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari.  

Mótið fer nú fram í 32. skipti og hófst keppnin miðvikudaginn 31. ágúst og lokadagurinn er 3. september. Keppt er á tveimur völlum. Le Golf National og Golf de Saint-Nom-La-Bretèche, sem eru rétt utan við París í Frakklandi. 

4. keppnisdagur.

Íslenska liðið endaði í 24. sæti á -4 samtals. Hákon Örn lék lokahringinn á -2, Sigurður Bjarki var á +2 og Hlynur á +10.

3. keppnisdagur

Íslenska liðið er í 24. sæti fyrir lokahringinn. Hákon Örn Magnússon lék á 2 höggum undir pari og Hlynur Bergsson var á 1 höggi undir pari. Samtals er íslenska liðið á -5.
Hákon Örn er á -7 samtals í mótinu og er hann með 18. besta skorið af einstaklingum í mótinu.

2. keppnisdagur:

Ísland féll niður um 8 sæti á 2. keppnisdegi. Hákon Örn Magnússon lék frábært golf á 66 höggum eða 5 höggum undir pari vallar. Hlynur Bergsson lék á 77 höggum eða +6.

1. keppnisdagur:

Ísland var í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á – 3 samtals.

Hlynur Bergsson lék á 3 höggum undir pari vallar, Hákon Örn Magnússon á pari vallar og Sigurður Bjarki Blumenstein lék einnig á pari vallar.

Japan er með mikla forystu eftir fyrsta daginn en lið þeirra lék á 14 höggum undir pari vallar.

Ísland leikur með Úrúgvæ og Marokkó fyrstu tvo keppnisdagana.

Rástímar íslenska liðsins:

2. Dagur á Le Golf National (11:03, 11:14, 11:25 að íslenskum tíma) – hefja leik á 10. teig

Mótið er 72 holu höggleikur, og 2 bestu skorin af alls 3 telja á hverjum degi. 

Smelltu hér fyrir stöðuna í liðakeppninni:

Smelltu hér fyrir stöðuna í einstaklingskeppninni:

Hér má sjá samantekt frá helstu holum keppnisvallanna í Frakklandi – sem Ólafur B. Loftsson tók á æfingadögunum hjá kvennalandsliðinu í síðustu viku:

Á síðustu tveimur keppnisdögunum leika liðin sem eru í efri hluta mótsins á þriðja hringinn á Le Golf National og fjórða hringinn á Saint Nom La Breteche. Liðin sem eru í neðri hlutaknum leika Saint Nom La Breteche á þriðja keppnisdegi og Le Golf National á fjórða keppnisdeginum. 

Árangur Íslands frá upphafi:

2020: Ekkert mót vegna heimsfaraldurs.
2018: Kildare, Írland 37. sæti af alls 72 þjóðum.
2016: Mexíkó: 24 sæti af alls 71 þjóð.
2014: Japan: Tóku ekki þátt.
2012: Tyrkland: 27 sæti af alls 72 þjóðum.
2010: Argentína: 19 sæti af alls 69 þjóðum.
2008: Ástralía: 29 sæti af alls 65 þjóðum.
2006: Suður-Afríka: 34. sæti af alls 65 þjóðum.
2004: Púertó-Ríkó: 27. sæti af alls 65 þjóðum.
2002: Malasía: 39 sæti af alls 62 þjóðum.
2000: Þýskaland: 20 sæti af alls 59 þjóðum.
1998: Chile: Tóku ekki þátt.
1996: Filipseyjar: Tóku ekki þátt.
1994: Frakkland: 36 sæti af alls 44 þjóðum.
1992: Kanada: Tóku ekki þátt
1990: Nýja-Sjáland: Tóku ekki þátt.
1988: Svíþjóð: Dæmdir úr leik.
1986: Venesúela: Tóku ekki þátt.
1984: Hong Kong: Tóku ekki þátt.
1982: Sviss: 26 sæti af alls 29 þjóðum.
1980: Bandaríkin: Tóku ekki þátt.
1978: Fijí: Tóku ekki þátt.
1976: Portúgal: Tóku ekki þátt.
1974: Dómíníska Lýðveldið: 32 sæti af alls 33 þjóðum.
1972: Argentína: Tóku ekki þátt.
1970: Spánn: 36 sæti af alls 36 þjóðum.
1968: Ástralía: Tóku ekki þátt.
1966: Mexíkó: 30 sæti af alls 32 þjóðum.
1964: Ítalía: 32 sæti af alls 33 þjóðum.
1962: Japan: Tóku ekki þátt.
1960: Bandaríkin: Tóku ekki þátt.
1958: Skotland: 30 sæti af alls 30 þjóðum.

Flestir af bestu áhugakylfingum veraldar eru á meðal keppenda. Má þar nefna fjóra leikmenn sem tóku þátt á Opna bandaríska atvinnumannamótinu árið 2022,. Þeir eru Austin Greaser (Bandaríkin) sem endaði í 61. sæti í mótinu, Michael Thorbjornsen (Bandaríkin), Adrien Dumont de Chassart (Belgía) og Keita Nakajima (Japan), en þeir þrír síðastnefndu komust ekki í gegnum niðurskurðinná þessu risamóti.

Fimm leikmenn léku á Opna mótinu á St. Andrews vellinum í júlí á þessu ári. Þeir eru Philippo Celli frá Ítalíu sem endaði í 47. sæti, Aaron Jarvis (Cayman) sem endaði í 76. sæti, Sam Bairstow frá Englandi sem endaði í 81. sæti, Keita Nakajima frá Japan og Aldrich Potgeiter frá Suður-Afríku en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Ellefu leikmenn af 25 efstu á heimslista áhugakylfinga eru á meðal keppenda í Frakklandi.

1 – Keita Nakajima (Japan)
3 – Ludvig Aberg (Svíþjóð)
4 – Gordon Sargent (Bandaríkin)
5 – Austin Greaser (Bandaríkin)
6 – Michael Thorbjornsen (Bandaríkin)
9 – Sam Bairstow (England)
10 – David Puig (Spánn)
16 – Adrien Dumont de Chassart (Belgía)
18 – Wenyi Ding (Kína)
21 – Mateo Fernandez de Oliveira (Argentína)
25 – John Gough (England)

Rachid Akl, sem keppir fyrir Líbanon er elsti keppandinn eða 64 ára. Lev Grinberg frá Úkraínu er yngsti keppandinn en hann er 15 ára.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ