/

Deildu:

Auglýsing

Laugardaginn 3. janúar nk. verður SNAG leiðbeinendanámskeið haldið í Hraunkoti í Keili í Hafnarfirði.  Námskeiðið er opið öllu áhugafólki um útbreiðslu golfíþróttarinnar, golfkennurum, íþróttakennurum, þjálfurum og almennum kylfingum. Þeir sem vilja nýta námskeiðið til að auka eigin golfþekkingu eða kynnast nýjum skemmtilegum hlutum í golfheiminum eru velkomnir. Námskeiðið gefur alþjóðleg réttindi á fyrsta stigi SNAG golfkennslu.

SNAG þýðir Starting New At Golf og berst nú hratt um heiminn. SNAG hefur aukið möguleika á útbreiðslu golfsins til muna því að með SNAG búnaði og kennslufræði er hægt að gera golfnámið og golfkennsluna skemmtilegri og auðveldari. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta íþróttasalir og skólalóðir einstaklega vel fyrir kennsluna. Æ fleiri kennarar og skólar á mismunandi skólastigum vilja bjóða nemendum sínum að læra undirstöðuatriðin í golfi með SNAG kennslufræðinni í íþróttatímum í bland við aðrar íþróttir eða sem sérstakt valnámskeið. Um 7000 manns hafa kynnst golfinu í gegnum SNAG búnaðinn og eru SNAG leiðbeinendurnir orðnir um 80 talsins frá 30 sveitarfélögum á landinu.

 
Starting New At Golf – Fyrsta stig
Námskeiðið er fyrsti hluti af SNAG kennslu-og þjálfunarkerfinu og veitir réttindi sem fyrsta stigs SNAG golf leiðbeinandi.
Leiðbeinandi: Magnús Birgisson PGA, SNAG Master kennari
Staðsetning: Hraunkot, Golfklúbbnum Keili, Steinholti 1, 220 Hafnarfirði
Tímasetning: Laugardaginn 3. janúar 2015. Kl. 9.00-15.00
Verð: 12.500 fyrir námskeiðið, SNAG handbók, morgun-og hádegishressingu.
Skráning á námskeiðið og nánari upplýsingar veittar í gegnum netfangið ingibjorg@hissa.is og í síma 775-0660 / 898-7250

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ