Magnús Birgisson leiðbeinir nemendum á SNAG námskeiði sem fram fór í Vættaskóla á síðasta ári.
Auglýsing

SNAG golf leiðbeinendanámskeið verður haldið föstudaginn 4. mars nk. Kl. 9-15 í Miðhrauni 2 Garðabæ (inniæfingarhúsnæði Golfklúbbsins Odds). Námskeiðið er opið öllu áhugafólki um golfkennslu og útbreiðslu golfsins. Leiðbeinandi verður Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 775-0660 og ingibjorg@hissa.is

Námskeiðið kostar 15.000 krónur. Innfalið í námskeiðsgjaldinu er SNAG kennslubók á íslensku, aðgangur að upplýsinganeti SNAG og morgun- og hádegishressing.

Meira um námskeiðið: Kennt er með Starting New At Golf (SNAG) sem er margverðlaunuð leið við golfkennslu og gerir golfkennslu og golfnám auðveldara og skemmtilegra. Í SNAG golfi eru grunnatriðin í golfi eru kennd á einfaldan og skemmtilegan hátt í gegnum leik. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta ýmiskonar salir og útisvæði einstaklega vel fyrir kennsluna. Hægt er að kenna nemendum á öllum aldri frá ungum börnum til fullorðinna og fatlaðra óháð líkamlegri getu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ