/

Deildu:

7. brautin Pebble Beach er aðeins 95 metrar og er því líklega stysta golfbraut stórmótanna. Vegna vinsælda hennar hafa leiktafir þar löngum þótt illyfirstíganlegar, þar til nýstárlegum aðferðum var beitt til að stemma stigu við þeim. Ljósmynd: Edwin Roald
Auglýsing

 

[dropcap]E[/dropcap]dwin Roald, golfvallahönnuður, skrifar áhugaverða grein á vefsíðu sína um leikhraða á einum frægasta golfvelli heims. Golf.is fékk góðfúslegt leyfi til þess að birta greinina.

Í desember sl. heimsótti ég Bill Yates í Pebble Beach í Kaliforníu, en hann hefur sérhæft sig í að greina leikhraða og flæði á golfvöllum. Yates, sem á langan starfsferil að baki sem iðnverkfræðingur, hefur veitt mörgum hátt skrifuðum golfklúbbum ráðgjöf í þágu leikhraða. Þar á meðal eru ýmsir vel þekktir vellir á borð Pebble Beach, þar sem AT&T Pro-Am-mótið fer fram þessa helgi.

Vegna vinsælda vallarins hefur leikhraði sérstaklega mikla þýðingu. Þeir kylfingar, sem ferðast til vallarins frá öllum heimshornum, gera til hans miklar væntingar og vilja njóta hverrar mínútu sem þeir verja þar. Vegna þessa eiga stjórnendur vallarins fullt í fangi með að halda uppi leikhraða til að skila megi viðunandi rekstrarafkomu.

[pull_quote_right]Vegna þessa eiga stjórnendur vallarins fullt í fangi með að halda uppi leikhraða til að skila megi viðunandi rekstrarafkomu.[/pull_quote_right]

Stærstur var vandinn á hinni frægu 7. braut. Skal engan undra að kylfingar staldri við á 7. teig stundarkorn til að njóta útsýnisins, sem er stórbrotið, og vandi sig vel við að taka þar allnokkrar ljósmyndir. Teigur þessarar myndrænu brautar er því vel þekktur flöskuháls, þar sem löng biðröð getur myndast.

7. brautin Pebble Beach er aðeins 95 metrar og er því líklega stysta golfbraut stórmótanna. Vegna vinsælda hennar hafa leiktafir þar löngum þótt illyfirstíganlegar, þar til nýstárlegum aðferðum var beitt til að stemma stigu við þeim. Ljósmynd: Edwin Roald
7. brautin Pebble Beach er aðeins 95 metrar og er því líklega stysta golfbraut stórmótanna. Vegna vinsælda hennar hafa leiktafir þar löngum þótt illyfirstíganlegar, þar til nýstárlegum aðferðum var beitt til að stemma stigu við þeim. Ljósmynd: Edwin Roald

 

En hvað var til ráða til að vinna bug á þessum vanda? Bill Yates segir að ein leiðin, sem farin var, hafi verið að hægja hreinlega á kylfingunum á fyrstu sex holunum og fá þannig meira bil milli ráshópa áður en þeir kæmu að sjöunda teig. Þetta var m.a. gert með því að færa teigmerki hins almenna kylfings aftur um eitt teigasett eða svo á einstaka brautum, t.d. á 2. og 6. braut sem eru par-5. Það skal tekið fram að hvergi var farið í aðgerðir sem kalla á lengri leit að bolta. Hið gagnstæða var raunar gert, því ákveðið var að slá ýmis grassvæði sem áður höfðu verið óslegin.

Hér er þó ekki aðeins rætt um leikhraða, sem skilgreina má sem tímann sem líður frá því að upphafshögg á fyrstu braut er slegið og þar til flaggstönginni er skellt í á lokaholunni. Það sem skiptir ekki síður máli er flæðið, þ.e. hversu oft og lengi kylfingar þurfa að bíða eftir ráshópnum á undan. Þetta flæði hefur ekki síður mikil áhrif á upplifun kylfinga af golfvellinum. Lélegt flæði má oftast rekja til þess að rástímabilið á fyrsta teig er of stutt og ræsingin út á völlinn þannig of ör miðað við legu brautanna og uppröðun gagnvart pari og lengd. Á hinn bóginn má deila um það hvert þessara atriða ætti að laga. [pull_quote_left]Það sem skiptir ekki síður máli er flæðið, þ.e. hversu oft og lengi kylfingar þurfa að bíða eftir ráshópnum á undan. Þetta flæði hefur ekki síður mikil áhrif á upplifun kylfinga af golfvellinum. [/pull_quote_left]

Margir þeirra sem reka golfvelli virðast gera ráð fyrir að þeir hámarki afkastagetu vallanna og þannig veltu eftir því sem þeir ræsa örar út, en vanmeta neikvæð áhrif þessarar öru ræsingar á flæði og þannig leikhraða. Augljóst er að þurfi kylfingur að bíða oft, þá lengist leiktíminn þar sem meiri tími fer í bið en ella, rétt eins og ökumenn upplifa á Miklubrautinni á virkum morgnum. Með örari ræsingu eykst hætta á að flöskuhálsar myndist og tafir verði á leik, sem aftur fækkar rástímum óbeint auk þess sem upplifun kylfinganna verður ekki eins jákvæð.

Fjölmargir kylfingar kannast við leiktafir eða flöskuhálsa á sömu gömlu stöðunum. Oft er engu líkara en að litið sé á þá sem náttúrulögmál sem ekki fæst breytt. Hið sanna er að koma má í veg fyrir þetta allt með því að nálgast hönnun og umsjón vallanna á vísindalegri hátt. Til dæmis er einfaldlega hægt að reikna út hvaða rástímabil hentar tilteknum velli svo að leikur á honum gangi sem best, svo klúbbfélagar fái sem flesta rástíma og rekstraraðilinn þéni sem mest. [pull_quote_right]Fjölmargir kylfingar kannast við leiktafir eða flöskuhálsa á sömu gömlu stöðunum. Oft er engu líkara en að litið sé á þá sem náttúrulögmál sem ekki fæst breytt.[/pull_quote_right]

Þetta er í senn margslungið, áhugavert og spennandi viðfangsefni sem taka þarf mun meira tillit til en almennt hefur verið gert til þessa, ekki aðeins meðal hönnuða, heldur einnig framkvæmda- og vallarstjóra. Á Pebble Beach lögðum við Bill drög að heimsókn hans til Íslands í sumar, sem íslenskir golfklúbbar verða vonandi áhugasamir um að nýta sér.

Eru allir, sem áhuga hafa á bæta leikhraða og flæði, hvattir til að kynna sér þjónustu og innsýn Bill Yates og fyrirtækis hans, Pace Manager Systems.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ