/

Deildu:

Birgir Leifur Hafþórsson
Auglýsing
Grein sem birtist í tímaritinu Golf á Íslandi / golf.is árið 2016.

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, setti nýtt met í karlaflokki með sjöunda sigri sínum á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri árið 2016.

Frá árinu 2014 hafði Birgir Leifur deilt meti hvað fjölda titla varðar með Björgvini Þorsteinssyni og Úlfari Jónssyni sem hafa sigrað sex sinnum á Íslandsmótinu í golfi.

Þetta var sjötti sigur hans undir merkjum GKG. Birgir Leifur varð fertugur þann 16. maí 2015 og hann var því rétt rúmlega tvítugur þegar hann sigraði á Íslandsmótinu í fyrsta sinn árið 1996 í Vestmanneyjum. Á þeim tíma var hann félagi í Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi.

Birgir Leifur er eini kylfingurinn sem hefur náð að vinna Íslandsmeistaratitilinn með tveggja áratuga millibili í karlaflokki en hann var tvítugur þegar hann sigraði í fyrsta sinn árið 1996.

Vegna reglna um þátttöku atvinnukylfinga á Íslandsmótinu í golfi misstu atvinnukylfingar af mörgum Íslandsmótum fram til ársins 2003 þegar reglunum var breytt. Birgir Leifur tók ekki þátt á Íslandsmótinu á árunum 1997-2002, eða sex ár í röð, vegna atvinnumennsku. Hann sigraði árið 2003 þegar reglunum var breytt og þá fór mótið fram í Vestmannaeyjum.

Birgir tók þátt í fyrsta sinn á Íslandsmótinu árið 1991 þegar hann var 15 ára gamall. Þá endaði hann í 21.-23. sæti á 27 höggum yfir pari vallar. Ári síðar bætti hann árangur sinn umtalsvert og endaði í 9. sæti. Frá þeim tíma hefur Birgir ávallt verið á meðal 10 efstu þegar hann hefur tekið þátt.

Frá árinu 2003 hefur Birgir Leifur tekið þátt á átta Íslandsmótum og aðeins tvívegis hefur honum ekki tekist að sigra. Það er ótrúlegur árangur. Sex sinnum hefur Birgir ekki tekið þátt á Íslandsmótinu vegna verkefna erlendis í atvinnumennsku.

Íslandsmótið í höggleik Golf sumar 2014 GKG Leirdalsvöllur Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmót

Frá árinu 2004 er Birgir Leifur eini kylfingurinn sem hefur náð að verja Íslandsmeistaratitilinn og það hefur hann gert í tvígang en hann varði titilinn í fyrsta sinn árið 2004 og í annað sinn árið 2014.

Meðalskor Birgis á Íslandsmótinu er 72,125 högg. Ef aðeins eru tekin Íslandsmótin frá því hann sigraði í fyrsta sinn árið 1996 er meðalskorið hjá Birgi 70,36 högg.

Úlfar Jónsson vann Íslandsmótið tvö ár í röð, 1986 og 1987, og hann sigraði síðan fjórum sinnum í röð á árunum 1989-1992.

Björgvin Þorsteinsson náði þeim árangri að vinna mótið fimm ár í röð á árunum 1973-1977.

Aðeins tíu kylfingar hafa náð að verja Íslandsmeistaratitilinn í golfi frá því að keppt var í fyrsta sinn árið 1942. Alls hafa fimmtán kylfingar náð að vinna titilinn oftar en einu sinni.

Björgvin Þorsteinsson á metið hvað varðar fjölda titla í röð en hann sigraði fimm sinnum í röð og það met stendur enn. Magnús Guðmundsson og Úlfar Jónsson náðu fjórum titlum í röð og Úlfar á þar að auki tvo titla í röð.

Gísli Ólafsson, Þorbjörn Kjærbo og Hannes Eyvindsson náðu þremur titlum í röð. Björgvin Sigurbergsson, Þorvaldur Ásgeirsson, Sigurður Pétursson og Birgir Leifur Hafþórsson eru í hópi þeirra sem hafa unnið tvo titla í röð en Birgir hefur gert það tvívegis.

  • Sjö titlar Birgis Leifs:
  • 1996: Birgir Leifur Hafþórsson, GL.
  • 2003: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.
  • 2004: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.
  • 2010: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.
  • 2013: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.
  • 2014: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.
  • 2016: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.

Sex titlar Úlfars og Björgvins:
Úlfar (GK): 1986, 1987, 1989-1992.)  
Björgvin (GA): 1971, 1972-1977.)


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ