Sigurður Arnar Garðarsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Sigurður Arnar Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG, sigraði í fimmtu umferð á Next Golf Tour mótaröðinni sem er mótaröð á vegum TrackMan.

Sigurður Arnar lék 66 höggum á Adare Manor vellinum eða 6 höggum undir pari vallar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GKG.

Sigurður Arnar er atvinnukylfingur og fékk hann veglegt verðlaunafé fyrir árangurinn og sigurinn í 5. umferðinni eða alls 2,7 milljónir kr.

Heildarpotturinn í verðlaunafénu í þessari umferð var rúmlega 21 milljón kr. Að auki fær Sigurður Arnar 500 $ bónus fyrir að eiga þriðja lengsta teighögg umferðarinnar en það var 337,5 metrar.

Nánar um mótaröðina á nextgolftour.com.

Lokaumferðin hefst 22. mars og stendur hún yfir fram til 2. apríl. Þar verður leikið á Innisbrook Copperhead – en þar var Valspar mótið haldið á PGA mótaröðinni, en mótinu lauk s.l. sunnudag.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ