/

Deildu:

Signý Arnórsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Signý Arnórsdóttir fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi Evrópumóts kvennalandsliða sem fram fer á Urriðavelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsmeistarinn í golfi 2015 slær draumhöggið og hún valdi svo sannarlega rétta tímann til þess.

„Ég sló með 5-járni en holan var í 153 metra fjarlægð og það var hliðarmótvindur. Ég sló boltann lágt til að halda honum á línu og hann fór nákvæmlega þangað sem ég ætlaði að slá. Hann lenti hægra meginn á flötinni á efri pallinum og rúllaði þaðan í átt að holunni, sem var vinstra meginn á neðri pallinum. Þetta var geggjuð tilfinning og skemmtilegt að gera þetta í svona stóru móti,“ sagði Signý.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ