Golfsamband Íslands

Securitas verður áfram samstarfsaðili GSÍ

Kristján Þór EInarsson.

[pull_quote_center]– Golf er mikil fjölskyldu- og almenningsíþrótt sem fellur vel að okkar stefnu[/pull_quote_center]

Golfsamband Íslands og Securitas skrifuðu nýverið undir samstarfssamning. Fyrirækið hefur í mörg ár verið einn af stóru samstarfsaðilum GSÍ. Má þar nefna að lokamót Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu 2016 verður Securitasmótið sem fra fer á Korpúlfsstaðavelli 19. – 21. ágúst.

Hjörtur Vigfússon og Stefán Garðarsson.
Hjörtur Vigfússon og Stefán Garðarsson.

„Það er mikill styrkur fyrir Golfsambandið, og golfið í heild sinni, að starfa með öflugu og markaðsleiðandi fyrirtæki til þess að efla útbreiðslu golfsins sem mest. Securitas hefur á undanförnum árum stutt vel við golfhreyfinguna með aðkomu að mótaröð þeirra bestu. Í ár fer Securitasmótið fram á Korpúlfsstaðavelli en á því mót ræðst hver stendur upp sem stigameistari ársins á Eimskipsmótaröðinni,“ sagði Stefán Garðarsson markaðsstjóri GSÍ.

„Samstarf okkar í Securitas við Golfsambandið, sem og í raun golfklúbba landsins, hefur gengið mjög vel í gegnum árin. Golf er mikil fjölskyldu- og almenningsíþrótt sem fellur vel að okkar stefnu, þ.e. að efla fjölskyldu- og vinatengsl og njóta þess að vera að heiman,“ sagði Hjörtur Vigfússon markaðsstjóri Securitas.

Exit mobile version