Sara Kristinsdóttir og Sigurður Arnar Garðarsson, Landsmótsmeistarar í golfhermum 2024. Mynd/GKG
Auglýsing

Sara Kristinsdóttir, GM og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, eru Landsmótsmeistarar í golfhermum 2024.

Þetta er þriðja sinn sem keppt er um Landsmótsmeistaratitilinn en Sigurður Arnar varði titilinn frá því í fyrra en þetta var fyrsti sigur Söru í þessu móti.

Úrslitin fóru fram í gær, sunnudaginn 28. apríl, í íþróttamiðstöð GKG og var sýnt beint frá mótinu á Sportstöð hjá Sýn. Hægt er að horfa á upptöku frá mótinu með því að smella hér:

Í þessu móti er leikið á Korpúlfsstaðavelli – (Sjórinn/Áin) sem er par 72 en leiknar voru 36 holur í úrslitunum þar sem að samtals 16 keppendur tóku þátt, 8 konur og 8 karlar.

Landsmótsmeistarar í golfhermum frá upphafi:

Ár Konur Karlar
2024Sara Kristinsdóttir, GM Sigurður Arnar Garðarsson, GKG
2023Saga Traustadóttir, GKGSigurður Arnar Garðarsson, GKG
2022Saga Traustadóttir, GKGGunnlaugur Árni Sveinsson, GKG

Sara sigraði með fjögurra högg mun en hún lék á 12 höggum undir pari samtals (61-71) þar sem hún lagði grunninn með mögnuðum fyrri hring þar sem hún lék á 61 höggi eða 11 höggum undir pari vallar.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, varð önnur á -8 samtals og jafnar í 3. sæti voru Elsa Maren Steinarsdóttir, GK, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, á -1 samtals.

Hér má sjá lokastöðuna í kvennaflokki

Elsa Maren Steinarsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Sara Kristinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd/GKG

Í karlaflokki sigraði Sigurður Arnar með fimm högga mun en hann lék á 16 höggum undir pari vallar, (63-63). Eins og áður segir er þetta annar sigur hans í röð í þessari keppni en hann sigraði einnig í fyrra. Ólafur Marel Árnason, NK, varð annar á 11 höggum undir pari vallar (64-67) og í þriðja sæti var Daníel Steinarsson, GK, en hann lék á -7 samtals (66-69). Kristján Þór Einarsson, GM og Aron Emil Gunnarsson, GOS, voru jafnir í 4. sæti á -6 samtals.

Hér má sjá lokastöðuna í karlaflokki:

Frá vinstri: Ólafur Marel Árnason, Sigurður Arnar Garðsson, Daníel Ísak Steinarsson. Mynd/GKG

Tvær undankeppnir fóru fram í vetur og var hægt að taka þátt á þeim stöðum þar sem að Trackman golfhermar eru til staðar. Alls tóku 153 keppendur þátt.

Lokastaðan í kvennaflokki í síðari undankeppninni er hér:

Lokastaðan í karlaflokki í síðari undankeppninni er hér:

Úrslit í fyrri undankeppninni í kvennaflokki eru hér:

Úrslit í fyrri undankeppninnin í karlaflokki eru hér:

Landsmótið í golfhermum hefur notið vinsælda hjá kylfingum víðsvegar um landið. Leikinn er höggleikur án forgjafar í karla- og kvennaflokki. Tvær undankeppnir fóru fram í vetur.

Hægt var að taka þátt í undankeppnum hvar sem eru TrackMan golfhermar, með þeim möguleika að pútta. Stillingar mótsins tryggðu að vallaraðstæður voru eins hvar sem leikið var. 

Stillingar eru fyrirfram ákveðnar og eru eins í öllum hermum. Brautir eru stilltar á mestu mýkt en flatir eru harðar með miðlungs hraða (flatir 9 fet á Stimp). Holustaðsetningar eru medium. Enginn vindur. Pútt eru hluti af leiknum og hermir því stilltur á Manual pútt. Hermir gefur pútt innan við 2,4 metra. 

Leikið var af hvítum teigum í karlaflokki og bláum í kvennaflokki. 

1. sæti: 130.000 kr. 

2. sæti: 50.000 kr. 

3. sæti: 30.000 kr. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ