/

Deildu:

Auglýsing

Duke of York Young Champions mótið verður haldið 13.-15. september á Royal Birkdale vellinum á Englandi. Þetta mót er fyrir 17-18 ára kylfinga, eina stúlku og einn pilt frá hverju landi. Íslendingar eiga góðu gengi að fagna á þessu sterka móti, en Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Ragnar Már Garðarsson og Gísli Sveinbergsson sigruðu 2010, 2012 og 2014.

Nánari upplýsingar um mótið: 

Opna breska meistaramótið fer fram á Royal Birkdale á næsta ári en mótið fór þar fram síðast árið 2008 þar sem að Padraig Harrington frá Írlandi fagnaði sigri. Alls hefur Opna breska farið níu sinnum fram á þessum velli í karlaflokki.

Opna breska meistaramótið í kvennaflokki fór fram síðast á Royal Birkdale árið 2014. Alls hefur mótið farið sex sinnum fram í kvennaflokki á Royal Birkdale.

Keppendur fyrir Íslands hönd í ár eru:

Saga Traustadóttir, GR.
Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR.
Fararstjóri: Stefán Garðarsson.

Saga Traustadóttir. Mynd: seth@golf.is
Saga Traustadóttir Mynd sethgolfis
Egils-Gullmótið 2016 Eimskipsmótaröðin.
Patrekur Nordquist Ragnarsson GR

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ