Golfbolti.
Auglýsing
Fróðleiksmoli úr golfsögunni – en greinin birtist fyrst í tímaritinu Golf á Íslandi.

Fram til ársins 1990 voru til tvær stærðir af golfboltum sem notaðar voru í keppni á alþjóðlegum mótum.

R&A í Skotlandi og USGA, sem fara með æðsta valdið í golfheiminum, náðu ekki samkomulagi um eina sameiginlega stærð fyrr en árið 1990.

Golfboltinn sem R&A í Skotlandi samþykkti var örlítið minni en sá bandaríski sem var undir regluverki USGA.

Breski boltinn og sá bandaríski voru mismunandi stórir fram til ársins 1990

Ummál breski boltans var 1,62 tommur en sá bandaríski var 1,68 tommur í ummál. Þeir voru samt sem áður jafnþungir eða 1,68 únsur.

Árið 1990 var þessi stærð skilgreind og golfboltar mega ekki vera með minna ummál en 1,68 tommur líkt og sá bandaríski var áður.

Það var því nokkuð flókin staða sem var fyrir árið 1990 þegar kylfingar þurftu að nota breska boltann og þann bandaríska til skiptis.

Í Evrópu þar sem reglur R&A í Skotlandi giltu gátu kylfingar notað báðar tegundirnar í keppni.

Annað var uppi á teningnum í Bandaríkjunum þar sem í reglum USGA var kveðið á um að golfboltinn mætti ekki vera minni en 1,68 tommur í ummál.

Þar með var bannað að nota breska boltann á mótum á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum þar sem hann var undir þeim mörkum.

Flestir af bestu kylfingum heims notuðu breska boltann þegar þeir léku á Opna breska meistaramótinu fyrir árið 1974.

Má þar nefna Arnold Palmer og Jack Nicklaus. Þeir sögðu að breski boltinn færi lengra og það væri betra að hafa stjórn á honum í vindinum.

Árið 1974 ákvað R&A að banna notkun á breska boltanum á Opna breska meistaramótinu.

Var það gert til þess að einfalda regluverkið á atvinnumótum. Frá þeim tíma hefur sama stærð verið notuð á risamótunum fjórum. Það var þó ekki fyrr en árið 1990 að reglugerðin var samræmd á milli R&A og USGA.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ